23.2.2023

Hagfræðinemar - Sumarstarf hjá Samkeppniseftirlitinu

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023

  • Auglysing-sumarstarf

Samkeppniseftirlitið auglýsir eftir hagfræðinema til starfa nú í sumar. Viðkomandi mun í störfum sínum vinna með aðalhagfræðingi og sérfræðingum stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoð við sérfræðinga stofnunarinnar
  • Söfnun gagna, tölfræðileg úrvinnsla og skrif
  • Þátttaka í öðru þróttmiklu starfi Samkeppniseftirlitsins á sviði hagfræði

Hæfniskröfur

  • A.m.k. tveggja ára nám í hagfræði
  • Gott vald á aðferðum til hagrannsókna og notkun hugbúnaðar við tölfræðigreiningar og úrvinnslu gagna
  • Góð greiningarhæfni og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna
  • Hæfni í samskiptum og geta til að vinna undir álagi
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra hafa gert.

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn ferilskrá, einkunum og kynningarbréfi sem tilgreinir hvernig umsækjandi uppfyllir menntunar- og hæfniskröfur.

Sótt er um starfið rafrænt á www.starfatorg.is.

Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Samkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins. Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.

Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum og nær árangri í starfi. Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að starfsmenn þess fái tækifæri til að sinna spennandi verkefnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023.

Nánari upplýsingar veita

Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur - valur@samkeppni.is - 585-0700
Karítas Margrét Jónsdóttir, rekstrarstjóri - karitas@samkeppni.is - 585-0700

Sækja um starf