Heildsala og dreifing Símans hf. á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu
Samkeppniseftirlitið hefur lokað máli gegn Símanum
Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun nr. 2/2024 um heildsölu og dreifingu Símans hf. á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Niðurstaða ákvörðunarinnar er að aðhafast ekki frekar í máli sem leiddi til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins til bráðabirgða nr. 30/2023 um sennileg brot Símans á samkeppnislögum með því að ákveða að hætta að bjóða Nova hf. heildsölu og dreifingu á Símanum Sport sem inniheldur útsendingar á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Í kjölfar ákvörðunarinnar gerði Síminn samning við Nova um heildsölu á Símanum Sport og hefur lýst því yfir að fyrirtækið muni ekki aftur grípa til sömu háttsemi gagnvart Nova út gildistíma sýningarréttarins sem er til 30. júní 2025. Meðal annars í ljósi þess og verkefnaálags hjá eftirlitinu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið ljúka rannsókn málsins án frekari íhlutunar.