25.9.2020

Landsréttur hafnar kröfum Símans vegna samstarfs Sýnar og Nova í Sendafélaginu

Á árinu 2015 heimilaði Samkeppniseftirlitið Vodafone (nú Sýn) og Nova að hafa með sér tiltekið samstarf um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu, sbr. ákvörðun nr. 14/2015 . Síminn vildi ekki una samstarfinu, einkum að því er varðaði samnýtingu tíðniheimilda sem af því leiddi.

Landsréttur hefur með dómi sínum í dag hafnað kröfum Símans og dæmt hann til greiðslu málskostnaðar. Áður hafði áfrýjunarnefnd samkeppnismála og héraðsdómur Reykjavíkur hafnað kröfum Símans.

Dóminn má lesa hér