15.3.2019

Morgunverðarfundur Alþýðusambands Íslands um verðlag á matvöru

Fimmtudaginn 14. mars 2019 stóð Alþýðusamband Íslands fyrir morgunverðarfundi um verðlag matvöru á Íslandi. Nánari upplýsingar um fundinn og streymi frá honum má nálgast hér.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, var einn þeirra sem hélt framsögu á fundinum og tók þátt í pallborði. Ræðu hans má nálgast hér , ásamt glærum.

Í máli sínu lagði Páll Gunnar áherslu á að margir þyrftu að leggja hönd á plóg til að bæta hag neytenda. Í fyrsta lagi þurfi Samkeppniseftirlitið að halda áfram að tryggja framkvæmd samkeppnislaganna á dagvörumarkaði. Í öðru lagi sé afar brýnt að stjórnvöld dragi úr hvers konar hindrunum af sínum völdum, hvort sem um er að ræða tolla, önnur opinber gjöld eða löggjöf sem er til þess fallin að hindra samkeppni. Í þriðja lagi sé mikilvægt að hagsmunasamtök sem tengjast dagvörumörkuðum leggist á árarnar í að efla samkeppni. Og í fjórða og síðasta lagi sé mjög áríðandi að efla neytendaaðhald á dagvörumarkaði.