Morgunverðarfundur Samkeppniseftirlitsins - Áhrif samkeppni á hagvöxt og launakjör
Samkeppniseftirlitið býður til morgunverðarfundar á Grand Hótel miðvikudaginn 31. ágúst
Miðvikudagurinn 31. ágúst
frá 08:30 til 09:30 | Grand Hótel og í streymi | SKRÁNING HÉR
Í tilefni af samstarfsfundi norrænu samkeppniseftirlitanna heldur Samkeppniseftirlitið opinn morgunfund um áhrif samkeppni á hagvöxt og vinnumarkað miðvikudaginn 31. ágúst. Fundurinn hefst klukkan 08:30 en morgunverður klukkan 08:15.
Á fundinum mun Fiona Scott Morton fjalla um hvernig samkeppni getur eflt hagvöxt og bætt launakjör almennings. Er þetta brýnt viðfangsefni í ljósi þeirra efnahagslegu áskorana sem flest ríki glíma við í dag.
Fiona er hagfræðiprófessor við Yale háskóla í Bandaríkjunum og er hún með doktorsgráðu frá Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT). Fiona hefur einblínt á samkeppnishagfræði í rannsóknum sínum auk þess sem hún starfaði um skeið sem aðalhagfræðingur samkeppnisdeildar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem m.a. fer með framkvæmd á þarlendum samkeppnislögum.
Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands, mun í framhaldi af erindi Fionu bregðast við og fjalla um þýðingu þess fyrir lítil opin hagkerfi á borð við það íslenska.
Aðgangur að fundinum er ókeypis en þátttendur þurfa að SKRÁ SIG HÉR. Fyrir þá sem komast ekki á Grand Hótel verður einnig hægt að fylgjast með í beinu streymi.
Fundurinn er haldinn í tengslum við árlegan fund norrænu samkeppniseftirlitanna, en Samkeppniseftirlitið er gestgjafi að þessu sinni.
Dagskrá:
- 08:15 – Kaffi og morgunverður
- 08:30 – Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, býður gesti velkomna
- 08:35 – Fiona Scott Morton, hagfræðiprófessor við Yale háskóla - erindi
- 09:05 – Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands - erindi
- 09:15 - Spurningar úr sal og umræður
- 09:25 – Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, flytur lokaorð
Með fundarstjórn fer Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins.
Fundurinn er haldinn í tengslum við árlegan fund norrænu samkeppniseftirlitanna, en Samkeppniseftirlitið er gestgjafi að þessu sinni.
Í tilefni af komu að aðalhagfræðinga samkeppniseftirlita í Evrópu hingað til lands hélt Samkeppniseftirlitið opin fund 13. júní sl. þar sem fjallað var um samspil samkeppni, verðbólgu og kaupmáttar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, flutti opnunarávarp á fundinum og Pierre Régibeau, aðalhagfræðingur samkeppnisdeildar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, flutti erindi. Seðlabankastjóri, bandarískur fræðimaður og aðalhagfræðingur portúgalska samkeppniseftirlitsins tóku síðan þátt í umræðum. Sveinn Agnarsson, stjórnarformaður Samkeppniseftirlitsins, flutti lokaorð. Hægt er að horfa á upptöku á þeim fundi hér að neðan.
https://www.youtube.com/watch?v=4ffHFM1KPNg
Fundir þessir eru liður í viðleitni Samkeppniseftirlitsins að vekja athygli á mikilvægi samkeppni til að bæta kjör almennings og stuðla að þróttmiklu atvinnulífi.