8.9.2006

Ensk útgáfa af heimasíðu Samkeppniseftirlitsins opnuð í dag

Samkeppniseftirlitið opnaði í dag enska útgáfu af heimasíðu sinni www.samkeppni.is/en. Með rekstri öflugrar heimasíðu á ensku vill Samkeppniseftirlitið leggja sitt af mörkum til þess að efla þekkingu erlendra aðila á samkeppnismálum hér á landi.
Heimasíðu Samkeppniseftirlitsins er ætlað að vera öflug upplýsingaveita um samkeppnismál.  Þar má finna ítarlega umfjöllun um eftirfarandi:

  • Upplýsingar um skipulag, málshraða, málsmeðferð, lög og reglur um samkeppnismál og erlent samstarf. 
  • Leiðbeiningar um það hvernig erindi til Samkeppniseftirlitsins þurfi að vera úr garði gerð o.fl. 
  • Ábendingar um samkeppnislagabrot. Boðið er upp á að senda Samkeppniseftirlitinu nafnlausar ábendingar um samkeppnislagabrot í gegnum heimasíðuna. 
  • Ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins.  Með samandregnum yfirlitum yfir einstakar ákvarðanir og leitarvél er leitast við að gera ákvarðanir samkeppnisyfirvalda aðgengilegar. 
  • Fréttir.  Leitast verður við að hafa helstu innlendar fréttir um samkeppnismál og helstu fréttir um samkeppnismál í nágrannalöndunum aðgengilegar á heimasíðunni. 
  • Tenglar.  Á heimasíðunni má nálgast öflugt tenglanet um samkeppnismál.

Hin enska útgáfa heimasíðunnar hefur að geyma upplýsingar um allt framangreint.  Ákvarðanir eftirlitsins verða þó ekki þýddar, en yfirlit yfir ákvarðanir, meginniðurstöður, og í einstökum tilvikum úrdráttur máls verður aðgengilegur á ensku.

Umsjónarmaður heimasíðunnar er Hilmar Þórðarson, hilmar@samkeppni.is.