Ráðstefnan „Markaðsráðandi staða og beiting samkeppnislaga“ í Hörpu fimmtudaginn 19. maí.
Viðskiptaráð, LOGOS lögmannsþjónusta, Háskólinn í Reykjavík og LEX lögmannsstofa standa fyrir ráðstefnu um markaðsráðandi stöðu og beitingu samkeppnislaga næstkomandi fimmtudag í Hörpu. Þar á m.a. að fjalla um hver úrræði Samkeppniseftirlitsins eru og hvernig þeim er beitt, með hvaða hætti brot eru metin og til hvers er horft þegar viðurlög eru ákvörðuð.
Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins er á meðal frummælanda og ætlar hann að fjalla um nokkur lykilatriði í eftirfylgni samkeppnislaga á vegum eftirlitsins. Einnig verður fjallað um hvaða verkfæri Samkeppniseftirlitið hefur og hvernig þeim er beitt.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráning er á síðu Viðskiptaráðs