18.5.2011

Írska samkeppniseftirlitið leitar hjá Írsku bændasamtökunum

irski_faninnÍrska samkeppniseftirlitið, ásamt þarlendum lögregluyfirvöldum, framkvæmdu fyrir nokkru húsleit í samræmi við írsk samkeppnislög í höfuðstöðvum Írsku bændasamtakanna. Var það gert vegna gruns um ólögmætt samráð.

Samkvæmt írskum samkeppnislögum ber samkeppnisyfirvaldi að rannsaka ætluð samkeppnislagabrot hvort sem það er gert útfrá ábendingu eða af eigin frumkvæði. Verið er að vinna úr gögnum og verður ákvörðun um hvort dómsmál verði höfðað gegn viðkomandi aðilum tekin í framhaldi rannsóknar.

Sjá nánar á vef írska samkeppniseftirlitsins.