29.6.2011

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektar Telekomunikacja í Póllandi um 127 milljónir evra, rúmlega 21 milljarð ísl. króna, fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu

Framkvæmdastjórn ESB hefur sektað pólska fjarskiptafyrirtækið Telekomunikacja Polska S.A. (TP) um 127 milljónir Evra fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Brot TP felst í því, að hindra aðgang annarra samkeppnisaðila að háhraðatengingum. Hefur fyrirtækið gert það í meir en fjögur ár. Telur framkvæmdastjórnin að brot TP hafi verið framið af ásetningi um að raska samkeppni og hefur hún því sektað fyrirtækið um 127 milljónir evra.

Sjá nánar á vef europa.eu