Ensk vefsíða Samkeppniseftirlitsins
Samkeppniseftirlitið opnar í dag enska útgáfu af vefsíðu sinni . Eins og kunnugt er þá var ný vefsíða tekin í notkun fyrir nokkru í samstarfi við Hugsmiðjuna og má segja að nú sé því verki að vera lokið með tilkomu enska vefhlutans. Til að komast á ensku síðuna þarf að smella á enska fánann efst á síðunni.
Á ensku síðunni má finna reifanir frá flest öllum ákvörðunum, álitum, skýrslum og öðru sem Samkeppniseftirlitið sendir frá sér ásamt reifunum á úrskurðum áfrýjunarnefndar. Einnig verða fréttir frá Samkeppniseftirlitinu varðandi starfsemi þess birt á síðunni.
Það er von Samkeppniseftirlitsins að vefur þess verði gagnvirk gátt fyrir almenning og fyrirtæki og nýtist bæði til að afla upplýsinga og til að koma sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Þeir sem hafa einhverjar ábendingar eða athugasemdir sem varða vefinn eða efni hans eru vinsamlegast beðnir að senda þær á netfangið vefstjori@samkeppni.is.