Samkeppniseftirlitið opnar nýja heimasíðu
Samkeppniseftirlitið opnar nýja heimasíðu stofnunarinnar. Heimasíðunni er ætlað að vera öflug upplýsingaveita um samkeppnismál ásamt því að vera gagnvirk gátt þar sem almenningur og fyrirtæki geta komið sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Þar má m.a. nálgast eftirfarandi efni:
- Upplýsingar um skipulag, málshraða, málsmeðferð, lög og reglur um samkeppnismál og erlent samstarf.
- Leiðbeiningar um það hvernig erindi til stofnunarinnar þurfi að vera úr garði gerð o.fl.
- Leiðbeiningar um hvernig koma á ábendingum um brot á samkeppnislögum á framfæri.
- Ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og áfrýjunarnefndar.
- Innlendar fréttir um samkeppnismál og helstu fréttir um samkeppnismál í nágrannalöndunum.
- Form til innsendinga á ábendinga eða athugasemda um samrunamál eða samkeppnislagabrota
- Öflugt tenglanet um samkeppnismál.