Kynning á skýrslu nr. 3/2012, „Endurreisn fyrirtækja – Aflaklær eða uppvakningar?“
Samkeppniseftirlitið hefur gefið út skýrslu nr. 3/2012 „Endurreisn fyrirtækja 2012 – Aflaklær eða uppvakningar“ . Skýrslan er framhald af fyrri skýrslu eftirlitsins nr. 2/2011, Samkeppnin eftir hrun, þar sem birtar voru niðurstöður rannsóknar á stöðu 120 fyrirtækja á mikilvægum samkeppnismörkuðum. Meginniðurstaða nýju skýrslunnar er að mjög hefur dregið úr yfirráðum bankanna á fyrirtækjum, en mikil skuldsetning fyrirtækja er áhyggjuefni. Á það bæði við um fyrirtæki sem gengið hafa í gegnum endurskipulagningu og þau sem eiga henni ólokið. Nánar var fjallað um efni skýrslunnar í fréttatilkynningu sem birtist um helgina.
Samkeppniseftirlitið fylgdi skýrslunni úr hlaði með því að bjóða til umræðufundar um efni hennar nú í morgun. Eftirlitið bauð til fundarins um tuttugu manna hópi úr atvinnulífinu, bankakerfinu, stjórnvöldum og fjölmiðlum. Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX á Íslandi, stýrði umræðum á fundinum.
Meðfylgjandi eru myndir frá umræðufundinum. Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu Samkeppniseftirlitsins.