10.1.2013
Kínverska samkeppniseftirlitið í heimsókn

Þann 17, desember sl. varð Samkeppniseftirlitið þeirrar ánægju aðnjótandi að fá í heimsókn sendinefnd frá kínverskum samkeppnisyfirvöldum undir forustu Shang Ming, forstjóra. Á fundi samkeppnisyfirvaldanna var skipst á upplýsingum um þær stofnanir sem um er að ræða, samkeppnisstefnu þjóðanna og framkvæmd hennar, einkum á sviði eftirlits með samrunum fyrirtækja. Eðli máls samkvæmt eru íslensk og kínversk samkeppnisyfirvöld ólík að uppbyggingu og stærð. Á fundinum kom þó fram að eðli verkefna hjá yfirvöldunum er í meginatriðum áþekkt. Telur Samkeppniseftirlitið gagnlegt að hafa átt þessi samskipti við kínversk samkeppnisyfirvöld og væntir þess að frekari samskipti af þessum toga verði til að efla þekkingu hjá eftirlitinu.