Samkeppniseftirlitið ógildir samruna Frumherja og Aðalskoðunar
Í janúar sl. keypti Frumherji hf. allt hlutafé Aðalskoðunar hf. Í því felst samruni félaganna tveggja í skilningi samkeppnislaga. Félögin eru hin einu sem starfa á markaðnum fyrir skoðun skráningarskyldra ökutækja og markaðnum fyrir skoðun á aðstöðu, hreinlæti og innra eftirliti vinnsluleyfishafa í sjávarútvegi. Sameiginlega eru fyrirtækin því í einokunarstöðu á umræddum mörkuðum. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að samruni félaganna hindri virka samkeppni á þessum mörkuðum og vinni þannig gegn markmiði samkeppnislaga. Af þeim sökum hefur Samkeppniseftirlitið ógilt samruna félaganna með vísan til heimildar 17. gr. samkeppnislaga.
Ákvörðun nr. 23/2007.