13.5.2013
Áskorun Kortaþjónustunnar svarað

Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að Kortaþjónustan hf. hafi skorað á Samkeppniseftirlitið að kæra til lögreglu misnotkun Valitors hf. á markaðsráðandi stöðu og brot á fyrri ákvörðun, sem fjallað er um í nýlegri ákvörðun eftirlitsins,
nr. 8/2013. Samkeppniseftirlitið hefur svarað þessu erindi Kortaþjónustunnar, sbr. bréf sem birt er
hér. Þar er m.a. bent á að engar forsendur séu til þess að kæra viðkomandi brot til lögreglu þar sem refsing liggi ekki við þeim samkvæmt lögum.