Ræða Páls Gunnars Pálssonara forstjóra SE á Ráðstefnu Ríkiskaupa
Páll Gunnar Pálsson hélt ræðu á ráðstefnu Ríkiskaupa í Hörpu þann 7. nóvember. Þar fjallaði hann um tækifæri til þess að nýta samkeppni til þess að hagræða í opinberum rekstri, efla gæði og auka framleiðni. M.a. vék hann að því hvernig Svíar hafa náð að bæta sinn opinbera rekstur með því að auka valfrelsi notenda. Íslendingar hafi farið allt aðrar leiðir sem leitt hafi okkur í ógöngur, ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Einnig fjallaði hann um opinber innkaup og hvaða áherslur þyrfti að leggja við útfærslu og framkvæmd útboða til þess að hlúa að samkeppni. Þá fjallaði Páll um samkeppnismat, sem tæki til að efla samkeppni og auka framleiðni. Að lokum vék gagnrýndi hann stjórnvöld fyrir að hafa ekki farið að tilmælum sem eftirlitið setti fram strax eftir hrun, um að efla samkeppni á einstökum sviðum.
Hér má sjá glærukynningu sem var sýnd undir ræðu Páls Gunnars.