15.5.2008

Samkeppniseftirlitið valin ríkisstofnun til fyrirmyndar 2008

1974329_fyrirmyndarstofnun2008Í gær afhenti Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Samkeppniseftirlitinu viðurkenningu sem ríkisstofnun til fyrirmyndar 2008. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri, veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd stofnunarinnar.

Á myndinni má sjá Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra afhenda Páli Gunnari Pálssyni forstjóra Samkeppniseftirlitsins viðurkenninguna. Gylfi Magnússon stjórnarformaður er til hægri á mynd.

Í niðurstöðum nefndarinnar segir um vinningshafann:

Fá því að ný samkeppnislög tóku gildi árið 2005 hefur uppbygging Samkeppniseftirlitsins verið markviss. Stofnunin starfar eftir skýrri stefnu og markmiðum og leggur mikinn metnað í að hrinda þeim í framkvæmd með gagnsæjum ferlum sem endurskoðaðir eru reglulega. Skipulag stofnunarinnar er verkefnamiðað og byggist á jafningjastjórnun þar sem starfsfólk er virkjað til ábyrgðar. Árangur starfseminnar kemur m.a. fram í bættri aldurssamsetningu mála og auknum málshraða á undanförnum árum. Vel er haldið á starfsmannamálum innan stofnunarinnar og með markvissum starfs- og launasamtölum er lagður grunnur að frammistöðumati sem tekur mið af ábyrgð og árangri. Þá er lögð áhersla á hagkvæmni við nýtingu fjármuna sem kemur m.a. fram í virku tímaskráningarkerfi. Stjórnendur stofnunarinnar hafa skýra sýn á framtíð hennar og þann árangur sem ætlunin er að ná á næstu árum. Augljóst er að mikið og metnaðarfullt starf fer fram hjá Samkeppniseftirlitinu og eru stjórnendur meðvitaðir um stöðu stofnunarinnar í samfélaginu. Nefndin telur að aðrar ríkisstofnanir gætu tekið sér stofnunina til fyrirmyndar á mörgum sviðum.

Sjá nánar á vef Fjármálaráðuneytisins.