Frá ráðstefnu um bótarétt vegna samkeppnislagabrota
Í tilefni ef heimsókn Neelie Kroes, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins á sviði samkeppnismála, hingað til lands var í dag, hinn 4. júlí, haldin ráðstefna á vegum viðskiptaráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins um bótarétt vegna samkeppnislagabrota. Mæting á ráðstefnuna var með besta móti og hlýddu viðstaddir á erindi er snertu á hinum ýmsu hliðum umfjöllunarefnisins ásamt því að fá tækifæri til að spyrja spurninga. Neelie Kroes hélt þar erindi sem meðal annars fjallaði um nýútgefna hvítbók framkvæmdastjórnarinnar er varðar bótarétt vegna samkeppnislagabrota. Meðal annarra mælenda var forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson, en í erindi sínu fjallaði hann um skaðsemi samkeppnislagabrota, um hvaða leiðir eru færar til að auka skilvirkni samkeppnisyfirvalda við að uppræta samkeppnislagabrot og að lokum hvernig einkaréttarleg bótaúrræði spila saman við hina opinberu úrræði samkeppnisyfirvalda. Þá minntist hann á að skv. nýlegri lokaritgerð í lögfræði sem skrifuð var af Sonju Bjarnadóttur, lögfræðingi hjá Samkeppniseftirlitinu, hafi niðurstaðan orðið sú að skaðabótaréttur tjónþola samkeppnislagabrota væri ekki nægilega tryggður að íslenskum rétti og farið var yfir nokkrar leiðir til að auðvelda málssókn einkaaðila. Ein þeirra leiða var að greiða leiðin fyrir svokallaðar hópmálssóknir og var þar lýst yfir stuðningi við aðgerðir Neytendasamtökin í þá veru.
Ræða Páls Gunnars Pálssonar
Úrdráttur úr meistararitgerð Sonju Bjarnadóttur - Einkaréttarleg réttarúrræði í formi skaðabóta vegna brota á samkeppnislögum
Hvítbókin White Paper on Damages Actions for Breach of the EC antitrust rules