Héraðsdómur Reykjavíkur ógildir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli Sund ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu
Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 43/2007 var Sund ehf. talið hafa brotið gegn skyldu þess að verða við gagnabeiðni stofnunarinnar. Samkvæmt ákvæði 37. gr. samkeppnislaga leggur Samkeppniseftirlitið sekt á félög sem brjóta gegn skyldu til þess að afhenda gögn og var því Sund sektað um eina milljón króna. Með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála nr. 7/2007 frá 8. október 2007 var ákvörðun Samkeppniseftirlitsins staðfest.
Sund ehf. kærði úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála til Héraðsdóms Reykjavíkur og krafðist þess að hann yrði felldur úr gildi. Í dómi Héraðsdóms frá 27. júní 2008 í máli nr. E-7507/2007 var komist að þeirri niðurstöðu að í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hefði verið ófullnægjandi lýsingu á því hvert brotið væri sem Sund hefði talið hafa framið. Þessi niðurstaða dómsins var byggð á því að ekki væri nægilegt að leggja til grundvallar við ákvörðun á því að brotið hafi verið gegn 19. gr. samkeppnislaga að upplýsingar hefðu ekki verið veittar innan frests þegar óljóst var um hvaða fresti er að ræða. Var það því niðurstaða héraðsdóms að ógilda úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Dómur Héraðsdóms nr. E-7507/2007.