Samkeppniseftirlitið varar við fyrirhuguðum breytingum á búvörulögum – mikill skaði fyrir neytendur og bændur
Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á búvörulögum þar sem fyrirhugað er að lögfesta refsifyrirkomulag gagnvart tilteknum rekstraraðilum sem hafa hug á að framleiða mjólkurvörur fyrir íslenska neytendur. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseftirlitsins sem send hefur verið sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.
Umsögn Samkeppniseftirlitsins er hægt að sækja hér (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).
Nánar upplýsingar veitir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.