3.12.2010

Benedikt Árnason ráðinn til Samkeppniseftirlitsins

benedikt_arnasonBenedikt Árnason hefur verið ráðinn til Samkeppniseftirlitsins sem ráðgjafi í fullu starfi, en hann mun taka þátt í ýmsum rannsóknum sem varða endurskipulagningu fyrirtækja og yfirtökur banka á fyrirtækjum. 
 
Benedikt er hagfræðingur að mennt, með MA gráðu í hagfræði og MBA gráðu í fjármálum frá University of Toronto í Kanada.  Hann var forstjóri Askar Capital um tveggja ára skeið frá haustinu 2008, aðstoðarframkvæmdastjóri og svæðisstjóri fyrir Ísland hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki um þriggja ára skeið og þar áður skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um árabil.
 
Benedikt hóf störf í Samkeppniseftirlitinu þann 1. nóvember sl.