Ákvörðun samkeppnisráðs varðandi samruna Íslandsbanka hf. og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf.
Þann 3. apríl sl. var tilkynnt opinberlega að bankaráð Íslandsbanka og stjórn Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) hefðu náð samkomulagi um að leggja til við hluthafa félaganna að þessi tvö félög verði sameinuð. Með bréfi dags. 11. apríl sl. tilkynnti Samkeppnisstofnun Íslandsbanka og FBA að ákveðið hefði verið að taka fyrirhugaðan samruna til athugunar á grundvelli 18. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Á fundi sínum þann 29. maí sl. tók samkeppnisráð ákvörðun vegna máls þessa. Var niðurstaðan sú að samkeppnisráð mun ekki hafast að vegna samrunans.
Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).