Leiðbeinandi samkeppnisreglur á matvörumarkaði
Samkeppnisstofnun hefur birt leiðbeinandi reglur um viðskipti birgja og matvöruverslana. Í reglunum er fjallað um efni og form viðskiptasamninga milli birgja og matvöruverslana, þ.e. þau atriði sem Samkeppnisstofnun telur æskilegt að kveðið sé á um í samningum þeirra til að tryggja góða viðskiptahætti. Í samræmi við góðar viðskiptavenjur er æskilegt að öll fyrirtæki á markaðnum hafi reglurnar til hliðsjónar við samningagerð, óháð stöðu fyrirtækjanna á þeim markaði sem þau starfa á. Þó að fyrst og fremst sé um leiðbeinandi reglur að ræða kann það vera brot gegn samkeppnislögum ef fyrirtæki með verulegan markaðsstyrk nýtir þann styrk til að semja sig frá ákvæðum reglnanna. Í reglunum er m.a. fjallað um afskipti fyrirtækja af verðlagningu og viðskiptakjörum annarra fyrirtækja. Brot á þessum tilteknu reglum geta falið í sér gróft brot á bannákvæði 10. gr. samkeppnislaga og kunna að varða viðurlögum.
Í byrjun maí 2001 kynnti Samkeppnisstofnun skýrslu sem stofnunin hafði tekið saman, „Matvörumarkaðurinn – verðlagsþróun í smásölu 1996–2000“. Ein af niðurstöðum skýrslunnar var að aukinn kaupendastyrkur á matvörumarkaðnum hefði leitt til viðskiptahátta sem í sumum tilvikum kynnu að vera andstæðir samkeppnislögum.
Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).