Icelandair misbeitir markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins í samkeppni við Iceland Express og brýtur með því samkeppnislög
Ákvörðun samkeppnisráðs
Þegar Iceland Express kynnti starfsemi fyrirtækisins og áætlanir um að selja ódýr flugfargjöld til Kaupmannahafnar og London brást Icelandair við með því að kynna og bjóða til sölu lág fargjöld, sk. Vorsmelli og Smelli 1 (ódýrustu Netsmelli) til sömu borga. Icelandair greip til fleiri aðgerða þegar Iceland Express hóf samkeppni í flugi til þessara áfangastaða.
Iceland Express telur að aðgerðir Icelandair, þ.m.t. hin ódýru flugfargjöld, hafi það markmið að hindra hið nýja fyrirtæki í að ná fótfestu á markaðnum. Þá telur fyrirtækið líklegt að flugfarmiðar hækki aftur í verði ef Iceland Express hrökklast út af honum fyrir tilstilli aðgerða Icelandair. Var Samkeppnisstofnun sent erindi af þessu tilefni í febrúar sl.
Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).