2.4.2004

Verðmyndun á innfluttu grænmeti í febrúar 2004

Í mars 2001 var birt niðurstaða rannsóknar samkeppnisyfirvalda á ólögmætu samráði og samkeppnishömlum dreifingaraðila á grænmetis- og ávaxtamarkaði. Á sama tíma vakti samkeppnisráð athygli stjórnvalda á því að þágildandi fyrirkomulag við innflutningshömlur á grænmeti auðveldaði dreifingarfyrirtækjum að hafa með sér ólögmætt samráð. Var því beint til landbúnaðarráðherra að hann hefði frumkvæði að því að ákvæði tolla- og búvörulaga sem hindruðu viðskipti með grænmeti yrðu endurskoðuð. Í samræmi við þessi tilmæli beitti landbúnaðarráðherra sér fyrir því að tollar á algengum tegundum grænmetis voru felldir niður snemma á árinu 2002.

Í framhaldi af framangreindum aðgerðum hefur Samkeppnisstofnun um tveggja ára skeið gert mánaðarlegar kannanir á verði grænmetis og ávaxta í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Kannanir þessar sýna smásöluverð á tilteknum degi í hverjum mánuði ásamt samanburði frá sama tíma árið áður. Er tilgangur þeirra að efla verðskyn neytenda og stuðla þannig að samkeppni og aðhaldi í verðlagi.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).