29.10.2004

Ólögmætt samráð Olíufélagsins, Olíuverzlunar Íslands, Skeljungs og Orkunnar

Í þessari samantekt Samkeppnisstofnunar er fjallað um ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð
olíufélaganna. Ákvörðun samkeppnisráðs er sett fram í ítarlegu máli á 966 bls. Til að auðvelda fólki að
setja sig inn í efnisatriði ákvörðunarinnar og einstaka þætti hins ólögmæta samráðs olíufélaganna
hefur eftirfarandi umfjöllun verið tekin saman. Samantektin er ekki ígildi ákvörðunarinnar og hefur
enga stjórnsýslulega eða lagalega þýðingu. Með henni freistar Samkeppnisstofnun einungis þess að
miðla upplýsingum um mikilvægt mál bæði til fróðleiks fyrir almenning og eftirbreytni. Framsetning
samantektarinnar er á ábyrgð Samkeppnisstofnunar.

Fréttatilkynning á PDF formi (PDF skjal - Opnast í nýjum glugga).