25.10.2019

Rannsókn á ætluðu samráði Eimskips og Samskipa – Úrskurður Landsréttar

Þann 1. júlí 2019 gerði Eimskip kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem fyrirtækið krafðist þess að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip yrði lýst ólögmætt og henni hætt. Þann 10. október 2019 vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur þessum kröfum Eimskip frá. Eimskip kærði þá niðurstöðu til Landsréttar.

Með úrskurði sínum í dag staðfesti Landsréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum Eimskips og Samskipa heldur því áfram og sætir forgangi hjá eftirlitinu.

Dóminn má nálgast hér