7.3.2022

Samkeppniseftirlitið birtir fræðslumyndband um misnotkun á markaðsráðandi stöðu

  • Misnotkun-a-markadsradandi-stodu-vefmynd

Samkeppniseftirlitið birtir í dag annað af þremur fræðslumyndböndum sem ætlað er að varpa ljósi á samkeppnistengd málefni á myndrænan og einfaldan hátt.

Í fyrsta myndbandinu var fjallað um samkeppnislögin á almennan hátt en nú er komið að myndbandi um misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækja.

Myndbandinu er meðal annars ætlað að svara þessum spurningum:

  • Hvað felst í misnotkun á markaðsráðandi stöðu?
  • Hverjar geta afleiðingarnar orðið?
  • Má markaðsráðandi fyrirtæki keppa við þau sem minni eru?

https://www.youtube.com/watch?v=YL6hr3Y_kQM

Fræðslumyndböndin eru ætluð fólki á öllum aldri sem hefur áhuga á að kynna sér þýðingu virkrar samkeppni, samkeppnislögin og hlutverk Samkeppniseftirlitsins.

Niðurstöður könnunar sem Samkeppniseftirlitið lét framkvæma á árinu 2020 á þekkingu og viðhorfum íslenskra fyrirtækja til samkeppnismála sýndi að 35% stjórnenda töldu sig verða vara við misnotkun á markaðsráðandi stöðu á markaði, að nokkru, frekar miklu eða mjög miklu leyti. 

Misnotkun markaðsráðandi fyrirtækja, hvort sem hún beinist að minni keppinautum eða neytendum beint, getur haft verulega skaðlegar afleiðingar í för með sér fyrir samkeppnisaðstæður á markaði, neytendur og þjóðfélagið allt. Það er því ærin ástæða til að varpa nánara ljósi á þær skyldur sem samkeppnislögin setja slíkum fyrirtækjum. 

Nánar um gerð myndbandanna og umræðu- og fræðsluhlutverk Samkeppniseftirlitsins.