Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á lögum um Íslandsstofu
Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við þá ráðagerð að undanþiggja Íslandsstofu samkeppnislögum eins og boðað er í frumvarpi til breytinga á lögum um Íslandsstofu. Telur Samkeppniseftirlitið að frumvarpið komi í veg fyrir að það geti fullnægt skyldum sínum samkvæmt EES-samningnum og fari í bága við EES-samninginn. Koma athugasemdir eftirlitsins fram í umsögn þess frá 24. apríl 2018.
Umsögn Samkeppniseftirlitsins frá 24. apríl 2018 má finna hér , en Samkeppniseftirlitið hafði áður gert alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpinu á fyrri stigum málsins, aðgengilegt hér.