9.7.2024

Samkeppniseftirlitið kallar eftir endurskoðun búvörulaga

Með breytingum á búvörulögum í mars síðastliðnum voru kjötafurðarstöðvar undanþegnar banni við ólögmætu samráði og eftirliti Samkeppniseftirlitsins með samrunum. Í kjölfarið beindi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) erindi til matvælaráðuneytisins þar sem til skoðunar er hvort breytingarnar samræmist EES-samningnum.

Við undirbúning að svörum ráðuneytisins óskaði það eftir umsögn Samkeppniseftirlitsins. Sú umsögn, dags. 19. júní sl., hefur nú verið birt á heimasíðu eftirlitsins.

Í umsögninni fer Samkeppniseftirlitið þess á leit við matvælaráðuneytið það beiti sér hið fyrsta fyrir breytingum á nýsettum undanþáguheimildum með það fyrir augum að forða því tjóni sem af henni getur hlotist fyrir bændur og neytendur. Samhliða verði tryggt að undanþáguheimildir á þessu sviði samræmist skuldbindingum EES-samningsins.

Í umsögninni er þetta rökstutt nánar. Umsögnin er aðgengileg hér.