Samkeppniseftirlitið leitar að öflugum lögfræðingi
Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2022
Samkeppniseftirlitið leitar að öflugum lögfræðingi sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum. Lögfræðingar Samkeppniseftirlitsins taka þátt í og bera ábyrgð á úrlausnum samkeppnismála á ýmsum sviðum atvinnulífsins ásamt því að sinna öðrum áhugaverðum verkefnum á sviði samkeppnisréttar.
Starfið er laust til umsóknar til og með 11. nóvember 2022.
Helstu verkefni:
- Ábyrgð á og þátttaka í úrlausnum samkeppnismála á fjölbreyttum sviðum atvinnulífsins
- Greiningar á samkeppnisstöðu fyrirtækja
- Eftirlit og greining markaða
- Rannsóknir og gagnavinnsla
- Skýrslu- og álitsgerðir
- Möguleiki á þátttöku í erlendu samstarfi
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Kandidats- eða meistarapróf í lögfræði
- Reynsla af samkeppnis- eða stjórnsýslumálum
- Reynsla og þekking á Evrópurétti kostur
- Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna
- Góð greiningarhæfni og skipulögð vinnubrögð
- Hæfni í samskiptum og þverfaglegri samvinnu
- Geta til að vinna undir álagi
- Mjög gott vald á íslensku og ensku, í mæltu og rituðu máli
Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2022. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veita Eva Ómarsdóttir, verkefna- og teymisstjóri ( eva@samkeppni.is ) og Karítas Margrét Jónsdóttir, rekstrarstjóri ( karitas@samkeppni.is ) í síma 585-0700.
Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Sótt er rafrænt um starfið á starfatorg.is. Starfshlutfall er 100%. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Um Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins. Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.
Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum og nær árangri í starfi. Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að starfsmenn þess fái tækifæri til að sinna spennandi verkefnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs.