Samkeppniseftirlitið stofnaðili að alþjóðlegum viðmiðum um rannsóknir samkeppnismála
Alþjóðasamtök samkeppniseftirlita (International Competition Network, ICN), sem Samkeppniseftirlitið er aðili að, eru um þessar mundir að kynna ný viðmið/ leiðbeiningar um meðferð rannsókna hjá samkeppnisyfirvöldum (Framework for Competition Agency Procedures). Er útgáfa viðmiðanna til vitnis um vilja samkeppnisyfirvalda í heiminum að tryggja vandaðar rannsóknir og forðast einsleitni í meðferð mála.
Málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins uppfyllir framangreind viðmið. Stofnaðild eftirlitsins endurspeglar vilja þess til að svo verði áfram.
Aðild Samkeppniseftirlitsins að alþjóðlegu samstarfi eftirlita, evrópsku neti samkeppniseftirlita á hinu Evrópska efnahagssvæði (ECN) og norrænu samstarfi stuðlar að réttaröryggi fyrirtækja sem hafa starfsemi á Íslandi. Styður það um leið við samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og hagsmuni almennings af virkri samkeppni.
Þú getur lesið nánar um viðmiðin hér.