8.6.2021

Samkeppniseftirlitið tilnefnt til alþjóðlegra verðlauna

Samkeppniseftirlitið hefur ásamt samkeppnisyfirvöldum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð hlotið tilnefningu til hinna alþjóðlegu verðlauna „Antitrust Writing Awards 2021.“

Haustið 2020 tók Samkeppniseftirlitið þátt í að gera skýrslu um samkeppni, samkeppniseftirlit og þróun regluverks á tímum stafrænna markaða og hún hefur nú verið tilnefnd í flokknum „Best Soft Law.“ 

Hér má lesa skýrsluna.

Samkeppnisyfirvöld á Norðurlöndum eiga sér langa sögu um samvinnu sem miðar að því að efla heilbrigða samkeppni á mörkuðum. Gerð skýrslunnar var liður í þeirri samvinnu. 

Dómnefnd ásamt netkosningu lesenda skera svo úr um sigurvegara sem verða krýndir á rafrænni ráðstefnu 30. júní. Concurrences er alþjóðlegt fræðirit um samkeppnismál sem kemur út ársfjórðungslega en hér hægt að kjósa greinina sem Samkeppniseftirlitið er tilnefnt fyrir.