5.7.2023

Starf lögfræðings hjá Samkeppniseftirlitinu laust til umsóknar

Umsóknarfrestur rennur út 4. ágúst 2023

  • STARF-LOGFRAEDINGS-LAUST-TIL-UMSOKNAR-2-

 Samkeppniseftirlitið leitar að öflugum lögfræðingi sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum. Lögfræðingar Samkeppniseftirlitsins taka þátt í og bera ábyrgð á úrlausnum samkeppnismála á ýmsum sviðum atvinnulífsins ásamt því að sinna öðrum áhugaverðum verkefnum á sviði samkeppnisréttar.

Smelltu hér til að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á og þátttaka í úrlausnum samkeppnismála á fjölbreyttum sviðum atvinnulífsins
  • Greiningar á samkeppnisstöðu fyrirtækja
  • Eftirlit og greining markaða
  • Rannsóknir og gagnavinnsla
  • Skýrslu- og álitsgerðir
  • Möguleiki á þátttöku í erlendu samstarfi

Hæfniskröfur

  • Kandidats- eða meistarapróf í lögfræði
  • Reynsla af samkeppnis- eða stjórnsýslumálum
  • Reynsla og þekking á evrópurétti kostur
  • Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna
  • Góð greiningarhæfni og skipulögð vinnubrögð
  • Hæfni í samskiptum og þverfaglegri samvinnu
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, í mæltu og rituðu máli

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttarfélag lögfræðinga hafa gert.

Um Samkeppniseftirlitið

Samkeppniseftirlitið fylgist með samkeppni fyrirtækja í síbreytilegu atvinnulífi landsins. Eftirlitið spornar við óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinnur gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðveldar aðgang nýrra keppinauta að markaðnum. Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem hefur brennandi áhuga á samkeppnismálum og nær árangri í starfi. Samkeppniseftirlitið leggur áherslu á að starfsmenn þess fái tækifæri til að sinna spennandi verkefnum, þróast í starfi og viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Samkeppniseftirlitið áskilur sér rétt til þess að ráða á grundvelli auglýsingarinnar næstu sex mánuði eftir birtingu hennar, sbr. reglur um auglýsingar á lausum störfum nr. 1000/2019. Við ráðningar hjá Samkeppniseftirlitinu er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kyningarbréf. Öllum umsóknum veður svarað að ráðningu lokinni.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf hið fyrsta.

Starfshlutfall er 100%.

Umsóknarfrestur er til og með 04. ágúst 2023.

Nánari upplýsingar veitir

Eva Ómarsdóttir - eva@samkeppni.is - 585-0700
Karítas Margrét Jónsdóttir - karitas@samkeppni.is - 585-0700

Smelltu hér til að sækja um starfið.