13.12.2019

Verðlaun í ritgerðarsamkeppni

Steinunn Snorradóttir, nemi við Háskóla Íslands, hefur hlotið verðlaun fyrir bestu BS/BA ritgerðina í ritgerðarsamkeppni Samkeppniseftirlitsins.

Ritgerðin fjallaði um áhrif samruna Fjarskipta og 365 á samkeppni og velferð neytenda.

Friðrik Már Baldursson, prófessor við HR, Birgir Þór Runólfsson, dósent við HÍ, og Valur Þráinsson, aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins sátu í dómnefndinni.

Haustið 2020 verða veitt verðlaun fyrir bestu MA/MS og BA/BS ritgerðirnar. Nánari upplýsingar um ritgerðarsamkeppni Samkeppniseftirlitsins má finna hér.

Verdlaunahafi