Ákvarðanir
Brot Forlagsins ehf. á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2008 Samruni JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 24/2011
- Dagsetning: 4/7/2011
-
Fyrirtæki:
- Vegamót ehf.
- JPV útgáfa ehf.
- Forlagið ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Bókaútgáfa og sala
-
Málefni:
- Markaðsyfirráð
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið leggur 25 m.kr. stjórnvaldssekt á Forlagið vegna alvarlegra brota á sátt. Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun sinni að Forlagið ehf. hafi brotið skilyrði ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2008. Forlagið varð til árið 2008 með samruna tveggja fyrirtækja, þ.e. JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. Samkeppniseftirlitið sá meinbugi á samrunanum, en samrunaaðilar gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið í febrúar 2008 til þess að samruninn gæti átt sér stað og Forlagið orðið til. Tók Forlagið þátt í því að móta skilyrði sem ætlað var að draga úr samkeppnishamlandi áhrifum samrunans og félagið taldi sig geta starfað eftir. Forlagið hefur nú brotið gegn þessum skilyrðum. Samkeppniseftirlitið leggur 25 m.kr. stjórnvaldssekt á Forlagið af þeim sökum.