14.7.2014

Samruni Landfesta ehf. og Eikar fasteignafélags hf.

Frá miðborg ReykjavíkurSamkeppniseftirlitið hefur í dag birt ákvörðun nr. 23/2014, Samruni Landfesta ehf. og Eikar fasteignafélags hf. Félögin starfa við útleigu á atvinnuhúsnæði og með samrunanum verður sameinað félag næst stærsta fasteignafélag landsins á eftir Reitum, með 20-25% markaðshlutdeild á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis höfuðborgarsvæðinu til ótengdra aðila. Virði eignasafns félagsins verður um 60 milljarðar króna og telur það um 270.000 fermetra atvinnuhúsnæðis. Eignasafn félagsins samanstendur að mestu leyti af verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Arion banki hf. hefur verið eigandi af öllu hlutafé Landfesta og mun bankinn samhliða sameiningu Eikar og Landfesta, selja umtalsverðan hluta bréfa sinna í sameinaðu félagi. Jafnframt mun bankinn grípa til tiltekinna aðgerða sem draga enn frekar úr áhrifum hans í félaginu. Eftir samrunann verður sameinað félag Eikar og Landfesta í dreifðu eignarhaldi lífeyrissjóða, einkafjárfesta og annarra fagfjárfesta. Vegna aðgerða Arion banka og yfirlýsingar sem bankinn hefur birt Samkeppniseftirlitinu er ekki talin ástæða til íhlutunar af hálfu eftirlitsins vegna umrædds samruna.