14.12.2020

Samtal um Samkeppni: Opinn umræðufundur um drög að leiðbeiningum um beitingu 15. gr. samkeppnislaga

Þann 30. nóvember sl. hélt Samkeppniseftirlitið opinn umræðufund um drög eftirlitsins að leiðbeiningum um beitingu 15. gr. samkeppnislaga, en drögin höfðu verið birt til umsagnar á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins og áhugasömum gefið tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum. Fundarboðið má nálgast hér.

Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og sóttu um 25 manns fundinn. Sköpuðust þar góðar umræður um efni leiðbeininganna og þær meginbreytingar sem nýtt ákvæði 15. gr. samkeppnislaga mun hafa í för með sér. Var fundurinn gagnlegur og munu sjónarmið sem þar komu fram nýtast við frágang leiðbeininganna.