Héraðsdómur Reykjavíkur hefur með úrskurði uppkveðnum 28. október 2024 vísað frá kröfu Símans hf. þar sem fyrirtækið krafðist viðurkenningar á því að það væri óbundið af skilyrðum í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015. Um var að ræða skilyrði samkvæmt sátt sem fyrirtækið hafði skuldbundið sig til að fara eftir vegna kaupa á sjónvarpsstöðinni Skjánum sem síðar varð Sjónvarp Símans. Efnislega snerist krafa Símans um að fyrirtækið þyrfti ekki í veigamiklum atriðum að fara að skilyrðum sáttarinnar.