Fréttasafn
Fréttayfirlit
Fyrirsagnalisti
Árétting til kjötafurðastöðva
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 18. nóvember 2024, var komist að þeirri niðurstöðu að nýlegar undanþágur frá samkeppnislögum frá vorinu 2024, sem heimila kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnskipunarlögum og hafi því ekki lagagildi.
Hæstiréttur staðfestir brot Símans í máli Enska boltans og dæmir Símann til greiðslu sektar að fjárhæð 400.000.000 króna
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli vegna Enska boltans um að Síminn hafi brotið gegn sátt sem fyrirtækið gerði við stofnunina. Var Símanum gert að greiða 400 milljón króna sekt í ríkissjóð vegna þessa.
Kaup Landsbankans á TM samþykkt með skilyrðum
Samkeppniseftirlitið hefur í dag lokið rannsókn sinni á kaupum Landsbankans á TM. Lýkur rannsókninni með sátt Landsbankans við Samkeppniseftirlitið.
Samruni Styrkáss, Kletts og Krafts afturkallaður
Styrkás hf. og Kraftur ehf. hafa afturkallað samrunatilkynningu til Samkeppniseftirlitsins um sameiningu félaganna, en fyrir á Styrkás m.a. félagið Klett sölu og þjónustu ehf. Við afturköllun tilkynningarinnar fellur rannsókn Samkeppniseftirlitsins á samrunanum sjálfkrafa niður.
Verðhækkanir - opinber umfjöllun keppinauta og hagsmunasamtaka þeirra getur farið gegn samkeppnislögum
Í fjölmiðlum hefur undanfarið verið fjallað talsvert um verðhækkanir sem framundan kunni að vera og neytendur muni finna fyrir. Til umfjöllunar hafa verið ýmsar mikilvægar neytendavörur eins og matvæli og raforka.
Áherslur Samkeppniseftirlitsins fyrir árin 2025 - 2027
Samkeppniseftirlitið hefur birt áherslur eftirlitsins til næstu þriggja ára. Eru áherslurnar leiðbeinandi við ákvarðanatöku um forgangsröðun verkefna og aðgerða í starfi stofnunarinnar. Einnig taka þær mið af stefnumótun og markmiðum sem sett eru fram í fjármálaáætlun ríkisins á hverjum tíma.
Stór hluti stjórnenda íslenskra fyrirtækja telur sig verða varan við brot á samkeppnislögum
Samkeppniseftirlitið birtir í dag skýrslu um þekkingu og viðhorf stjórnenda íslenskra fyrirtækja til samkeppnismála.
Samkeppniseftirlitið áfrýjar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 18. nóvember sl., var komist að þeirri niðurstöðu að nýlegar undanþágur frá samkeppnislögum, sem heimila kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnskipunarlögum og hafi því ekki lagagildi.
Alvarlegt samráðsmál og samrunar í forgrunni
Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins fyrir 2023 liggur nú fyrir. Í skýrslunni er starf eftirlitsins á árinu reifað á ítarlegan hátt og er m.a. farið yfir tölulegar upplýsingar, rannsóknir og verkefni á árinu, málsvarahlutverk eftirlitsins auk þess eru birtar áherslur næstu ára, yfirlit yfir stjórnvaldssektir og margt fleira fróðlegt. Í skýrslunni má sömuleiðis finna áhugaverða fróðleiksmola um hlutverk og ávinning eftirlits og hvað virkt samkeppniseftirlit gerir í raun og veru í þágu neytenda.
Útleiga atvinnuhúsnæðis - markaðsgreining
Samkeppniseftirlitið hefur nú birt rit nr. 6/2024, Markaðsgreining – markaður fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis. Í skjalinu er að finna greiningu á markaði fyrir útleigu atvinnuhúsnæðis.
Festi hf. viðurkennir brot og greiðir sekt
Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem birt er í dag, er gerð grein fyrir sátt sem eftirlitið hefur gert við Festi hf. Í sáttinni viðurkennir fyrirtækið annars vegar brot á skuldbindingum í eldri sátt í samrunamáli og hins vegar brot á ákvæðum samkeppnislaga um upplýsingagjöf við rannsókn Samkeppniseftirlitsins í sama samrunamáli. Fellst fyrirtækið á að greiða 750 milljónir kr. í sekt vegna þessara brota sem Samkeppniseftirlitið telur alvarleg.
Búvörulög – viðbrögð við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í gær, 18. nóvember, er komist að þeirri niðurstöðu að nýlegar undanþágur frá samkeppnislögum, sem heimila kjötafurðastöðvum að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnskipunarlögum og hafi því ekki lagagildi.
Búvörulög – Undanþágur fyrir kjötafurðastöðvar hafa ekki lagagildi
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag er komist að þeirri niðurstöðu að nýlegar undanþágur frá samkeppnislögum, sem heimila kjötafurðastöðvum samráð og samruna sín á milli, stríði gegn stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands og hafi því ekki lagagildi.
Festi óskar eftir sáttaviðræðum
Festi hefur í dag óskað eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið vegna rannsóknar sem nú stendur yfir. Varðar rannsóknin möguleg brot Festi hf. á skilyrðum í sátt sem félagið gerði við Samkeppniseftirlitið þann 30. júlí 2018 vegna samruna N1 hf. og Festi hf.
Héraðsdómur vísar frá kröfu Símans um niðurfellingu sáttar fyrirtækisins við Samkeppniseftirlitið
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur með úrskurði uppkveðnum 28. október 2024 vísað frá kröfu Símans hf. þar sem fyrirtækið krafðist viðurkenningar á því að það væri óbundið af skilyrðum í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2015. Um var að ræða skilyrði samkvæmt sátt sem fyrirtækið hafði skuldbundið sig til að fara eftir vegna kaupa á sjónvarpsstöðinni Skjánum sem síðar varð Sjónvarp Símans. Efnislega snerist krafa Símans um að fyrirtækið þyrfti ekki í veigamiklum atriðum að fara að skilyrðum sáttarinnar.
Eftirlitsstofnun EFTA framkvæmir fyrirvaralausa athugun
Samkeppniseftirlitið getur staðfest að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hóf í dag fyrirvaralausa athugun sem tengist afmörkuðum smásölumarkaði á Íslandi. Eru aðgerðirnar liður í rannsókn eftirlitsstofnunarinnar á því hvort að brotið hafi verið gegn samkeppnisreglum EES-samningsins. Samkeppniseftirlitið aðstoðar við aðgerðirnar.
Landsréttur sýknar Samkeppniseftirlitið af kröfu Samskipa
Með dómi Landsréttar uppkveðnum í dag var Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfu Samskipa hf. þess efnis að ógiltur yrði fyrri úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þar sem kæru fyrirtækisins var vísað frá nefndinni.
Opið umsagnarferli um kaup Landsbankans á TM– Samkeppnissjónarmið óskast
Landsbankinn hf. hefur tilkynnt um kaup félagsins á TM hf. Kaupin fela í sér að breyting verður á yfirráðum til frambúðar yfir TM og er því um samruna er að ræða í skilningi 17. gr. samkeppnislaga og er hann tilkynningaskyldur samkvæmt 17.a gr. laganna. Formleg málsmeðferð hjá Samkeppniseftirlitinu hófst 20. september sl.
Ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins um 17-29-föld fjárframlög til eftirlitsins árin 2014-2023
Samkeppniseftirlitið birtir í dag mat á reiknuðum ábata vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins árin 2014-2023 í riti nr. 4/2024, Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins 2014-2023. Einnig birtir Samkeppniseftirlitið í dag rit nr. 3/2024, Reiknaður ábati vegna íhlutunar Samkeppniseftirlitsins, lýsing á aðferðafræði og forsendum. Matið byggir á leiðbeiningum frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og hefur verið rýnt af óháðum sérfræðingi.
ECN styður drög framkvæmdastjórnarinnar
Nýverið birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, drög að leiðbeiningarreglum er varðar beitingu á ákvæði 102. gr. TFEU. Ákvæðið er samhljóða 11. gr. samkeppnislaga sem bannar alla misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Með drögunum er verið að leitast eftir því að auka réttarvissu og auka samræmi í beitingu á ákvæðinu.
- Fyrri síða
- Næsta síða