Pistlar
Við verðum að gera betur - Skilar samkeppni okkur samkeppnishæfu matarverði?
Pistill 2/2025
Pistill þessi byggir á innleggi Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, á opnum fundi Félags atvinnurekenda um samkeppni og matarverð, sem haldinn var 27. febrúar 2025.
Hagræðum með því að endurskoða umgjörð útboðsmála
Pistill 1/2025
Hönnun útboða og eftirlit með virkri samkeppni milli þátttakenda hefur veruleg áhrif á kjör hins opinbera í innkaupum sínum. Opinber innkaup nema háum fjárhæðum á hverju ári, og því er til mikils að vinna fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur að sem best kjör bjóðist.
Skilar samkeppniseftirlit ávinningi?
Pistill 7/2024
Á liðnum mánuðum hefur í opinberri umræðu verið fjallað um þann kostnað sem óumdeilanlega leiðir af eftirliti hér á landi með ýmissi starfsemi.
Margt er skrifað og misjafnt satt - staðreyndir um samrunamál
Pistill 6/2024
Nýlega vöknuðu til lífsins kunnuglegar gagnrýnisraddir samrunaeftirlits og kváðu sér hljóðs. Tilefni þessa pistils er að fjalla um samrunaeftirlit Samkeppniseftirlitsins síðustu þrjú ár 2021-2023 byggt á tölum og staðreyndum.
Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Pistill 4/2024
Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögum sem heimila kjötafurðastöðvum að hafa með sér samráð sem ólögmætt er í öðrum atvinnugreinum.
Samkeppni á áætlunarflugi til og frá Íslandi hefur verið þjóðfélaginu öllu til mikilla hagsbóta
Pistill 3/2024
Samkeppni flugfélaga með heimahöfn hér hefur síðan vakið áhuga og skapað aðstæður fyrir erlend flugfélög að fljúga hingað til lands. Samkeppni sem erlendu flugfélögin veita er mikilvæg, en er brothætt því áætlanir þeirra breytast hratt í takt við aðstæður hverju sinni.
Um reiknaðan ábata af íhlutunum Samkeppniseftirlitsins
Pistill 2/2024
Pistillinn birtist fyrst í Viðskiptablaðinu 21. febrúar 2024
Nýlega birti Samkeppniseftirlitið mat sitt á reiknuðum ábata af íhlutunum þess á liðnum árum. Niðurstöður matsins eru á þá leið að reiknaður ábati hafi numið um 10-17 ma. kr. að meðaltali á ársgrundvelli árin 2013-2022, sem samsvarar um 18-30 földum framlögum til eftirlitsins á tímabilinu eða 0,3-0,5% af vergri landsframleiðslu (hér eftir VLF).
Samkeppni á raforkumarkaði og staða almennings í landinu
6/2023
Mikilvægt er því að allar aðgerðir sem ráðist er í nú miði eins og kostur er að því að auka samkeppni, þar á meðal að skerða ekki tækifæri minni og nýrri aðila á markaðnum til þess að keppa við stærri aðila.
Um forviðræður samrunamála og fullnægjandi samrunatilkynningar
5/2023
Þannig geta forviðræður gagnast samrunaaðilum verulega enda kann að felast mikill ávinningur af því að leggja grundvöll samrunamáls með tilkynningu í samstarfi við Samkeppniseftirlitið. Miklir hagsmunir eru af því að samrunatilkynning innihaldi allar þær upplýsingar sem þörf er á þegar að innsendingu kemur, en fullnægjandi samrunatilkynning markar upphaf þeirra tímafresta sem Samkeppniseftirlitið hefur til að rannsaka samruna.
Mikilvæg samkeppni á bankamarkaði
Pistill 4/2023
Pistillinn byggir á ræðu forstjóra Samkeppniseftirlitsins á morgunfundi um íslenska bankakerfið sem ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtökin stóðu fyrir þann 3. október sl.
- Fyrri síða
- Næsta síða