Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Erindi WOW Air ehf. vegna úthlutunar Isavia ohf. á afgreiðslutímum á Keflavíkurflugvelli

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 25/2013
  • Dagsetning: 1/11/2013
  • Fyrirtæki:
    • WOW air ehf.
    • Isavia ohf.
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Flugþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur beint þeim fyrirmælum til Isavia, sem ber ábyrgð á rekstri Keflavíkurflugvallar, að tryggja keppinauti (WOW Air) í flugi til og frá Íslandi aðgang að samkeppnislega mikilvægum afgreiðslutímum fyrir flugvélar á flugvellinum. Núverandi fyrirkomulag úthlutunar á afgreiðslutímum hefur leitt til þess að Icelandair, langstærsti keppinauturinn, hefur í raun haft forgang að nær öllum mikilvægustu afgreiðslutímum á flugvellinum. Á þetta einnig við um úthlutun á nýjum afgreiðslutímum vegna breytinga sem leitt hafa til fjölgunar afgreiðslutíma á flugvellinum. Úthlutunarfyrirkomulag Isavia hefur því takmarkað mjög möguleika annarra flugfélaga til þess að keppa við Icelandair og þannig skaðað samkeppni á mikilvægu sviði sem er farþegaflug til og frá landinu.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir