Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Álit

Samkeppniseftirlitið hefur m.a. það hlutverk að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni og benda stjórnvöldum á leiðir til þess að gera samkeppni virkari og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaði. Þá ber Samkeppniseftirlitinu að vekja athygli ráðherra telji það ákvæði laga og stjórnvaldsfyrirmæla stríða gegn markmiðum samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið vekur athygli almennings á slíkum álitum með fréttatilkynningum til fjölmiðla og birtir þau hér á heimasíðunni.

Hér fyrir neðan eru birt 10 nýjustu álitin. Álit Samkeppniseftirlitsins frá fyrri tímum má finna með því að smella á "Eldra efni" neðst á síðunni eða nota leitarvélina hér fyrir ofan til að leita.