Fréttayfirlit: 2020 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

25.3.2020 : Vegna fréttaflutnings í Markaði Fréttablaðsins

Í Markaði Fréttablaðsins í dag er gerð að umtalsefni skipan Lúðvíks Bergvinssonar lögmanns sem eftirlitsaðila (kunnáttumanns) með framkvæmd sáttar sem N1 hf. (nú Festi hf.) gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa þess á Festi.

25.3.2020 : Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Torgs ehf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Torgs ehf. (Torg) og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. (Frjáls fjölmiðlun).

23.3.2020 : COVID-19: Samkeppnisyfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Í dag sendu samkeppnisyfirvöld á EES-svæðinu, ásamt framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), frá sér sameiginlega yfirlýsingu er varðar samkeppniseftirlit og beitingu samkeppnisreglna vegna Covid-19. Samkeppniseftirlitið er aðili að yfirlýsingunni.

23.3.2020 : Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf lánveitenda til þess að fresta innheimtu skulda

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað samstarf lánveitenda á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja og Landssambands lífeyrissjóða, sem miðar að því koma til framkvæmda tímabundinni frestun á innheimtu lána fyrirtækja. Eru þessar aðgerðir liður í viðbrögðum við COVID-19.

14.3.2020 : Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf ferðaskrifstofa sem miðar að því að viðskiptavinir þeirra komist til síns heima og takmarka tjón af völdum COVID-19

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað samstarf ferðaskrifstofa með starfsleyfi frá Ferðamálastofu, sem miðar að því að tryggja að viðskiptavinir þeirra komist til síns heima og takmarka tjón sem hljótast mun af því fordæmalausa ástandi sem nú ríkir.

13.3.2020 : Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf sem miðar að því að tryggja fullnægjandi aðgengi að lyfjum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað samstarf keppinauta á vettvangi innflutnings og dreifingar á lyfjum sem nauðsynlegt er til að bregðast við þeirri almannavá sem stafar af COVID-19.

13.3.2020 : Ríkisaðstoð vegna COVID-19

Til að aðstoða íslensk stjórnvöld vegna COVID-19 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) stofnað starfshóp sem verður stjórnvöldum innan handar vegna ráðstafana sem gætu flokkast sem ríkisaðstoð samkvæmt samkeppnisreglum EES-samningsins.

 

6.3.2020 : Íslandspóstur gengst við því að hafa farið gegn fyrirmælum í sátt

Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 10/2020 , sem birt er í dag, er gerð grein fyrir sátt sem eftirlitið hefur gert við Íslandspóst ohf. vegna brota fyrirtækisins á skilyrðum sem á félaginu hvíla á grundvelli ákvörðunar nr. 8/2017, Aðgerðir til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. 

5.3.2020 : Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf keppinauta við uppbyggingu nauðsynlegra fjarskiptainnviða á höfuðborgarsvæðinu

Með ákvörðun í gær heimilaði Samkeppniseftirlitið samstarf Sýnar hf., Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) og Neyðarlínunnar ohf. vegna samstarfs um uppbyggingu á fjarskiptamastri á Úlfarsfelli í Reykjavík.

4.3.2020 : Samkeppniseftirlitið veitir undanþágu sem gerir ferðaþjónustunni betur kleift að bregðast við COVID-19

Í gær barst Samkeppniseftirlitinu erindi frá Samtökum í ferðaþjónustu (SAF) þar sem óskað var eftir undanþágu frá banni við samkeppnishindrandi aðgerðum og samráði fyrirtækja, til þess að samtökin gætu auðveldar ferðaþjónustuaðilum að bregðast við breyttum aðstæðum vegna COVID-19.

28.2.2020 : Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setur samruna á markaði fyrir hurðir skilyrði, sem hafa áhrif hér á landi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur í dag samþykkt fyrirhugaðan samruna Assa Abloy og Agta Record með skilyrðum. Félögin tvö framleiða m.a. sjálfvirkar hurðir, t.a.m. snúningshurðir/hringhurðir og rennihurðir, og varahluti fyrir slíkar hurðir. Rannsókn Framkvæmdastjórnar ESB leiddi í ljós að umræddur samruni gæti falið í sér röskun á samkeppni, meðal annars á Íslandi.

28.2.2020 : Leiðbeining og tilmæli vegna samstarfs keppinauta í fjarskiptainnviðum

Með tilkynningu á Kauphöllinni þann 19. desember 2019 var greint frá því að Síminn hf., Sýn hf. og Nova hf. hefðu undirritað viljayfirlýsingu um viðræður um möguleika á samnýtingu og samstarfi við uppbyggingu fjarskiptainnviða.

18.2.2020 : Vegna mögulegrar sölu verslana á Suðurlandi

Í Morgunblaðinu í dag er að finna umfjöllun um tilraunir Festi, móðurfélags Krónunnar, til sölu á verslun Krónunnar á Hvolsvelli annars vegar og versluninni Kjarval á Hellu hins vegar.

31.1.2020 : Landsréttur hafnar kröfum Eimskips

Með úrskurði 18. desember hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur þeirri kröfu Eimskips sem eftir stóð, þ.e. að aflétt yrði haldi sem var lagt á gögn fyrirtækisins og að afritum gagnanna yrði eytt. Eimskip skaut málinu til Landsréttar.

24.1.2020 : Endurskoðaðar leiðbeinandi reglur Póst- og fjarskiptastofnunar og Samkeppniseftirlitsins um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála

Samkeppniseftirlitið vekur athygli á því að í lok síðasta árs tóku gildi uppfærðar reglur um meðferð og úrlausn fjarskipta- og póstmála á vettvangi Samkeppniseftirlitsins og PFS.

3.1.2020 : Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Olís og Mjallar-Friggjar með skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Olíuverzlunar Íslands ehf. (Olís) og Mjallar-Friggjar ehf.

Síða 3 af 3