Fréttasafn
Fréttayfirlit (Síða 11)
Fyrirsagnalisti
Kæru Pennans ehf. vísað frá
þann 13. ágúst sl. kærði Penninn ehf. bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 16. júlí 2020 um sennilega misnotkun Pennans á markaðsráðandi stöð. Með úrskurði sínum nr. 2/2020, frá 22. september sl., vísaði áfrýjunarnefnd samkeppnismála kæru Pennans ehf. frá.
Sameiginleg yfirlýsing norrænu samkeppniseftirlitanna um stafræna markaði og þróun evrópskrar samkeppnislöggjafar
Norrænu samkeppniseftirlitin hafa í dag birt sameiginlega yfirlýsingu um sýn þeirra á samkeppni, samkeppniseftirlit og þróun regluverks á tímum stafrænna markaða (e. digital markets).
Landsréttur hafnar kröfum Símans vegna samstarfs Sýnar og Nova í Sendafélaginu
Á árinu 2015 heimilaði Samkeppniseftirlitið Vodafone (nú Sýn) og Nova að hafa með sér tiltekið samstarf um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu, sbr. ákvörðun nr. 14/2015. Síminn vildi ekki una samstarfinu, einkum að því er varðaði samnýtingu tíðniheimilda sem af því leiddi.
Umsögn Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndar vegna ríkisaðstoðar við Icelandair
Samkeppniseftirlitið hefur sent fjárlaganefnd umsögn sína vegna frumvarpa er varða fyrirhugaða ríkisaðstoð við Icelandair
Samkeppniseftirlitið ógildir samruna Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf. og Íslenskrar myndgreiningar ehf.
Samkeppniseftirlitið hefur í dag ógilt samruna sem áformaður var með kaupum nýstofnaðs félags Myndgreiningar ehf. á Læknisfræðilegri myndgreiningu ehf. og Íslenskri myndgreiningu ehf.
Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á 70% hlutafjár Forlagsins
Samkeppniseftirlitinu var þann 20. júlí sl. tilkynnt um fyrirhuguð kaup Storytel AB (hér eftir Storytel) á 70% eignarhlut í Forlaginu ehf.
Skipulag og gjaldtaka Isavia ohf. á fjar- og nærstæðum fyrir fólksflutninga við Keflavíkurflugvöll
Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun þar sem tilmælum er beint til Isavia ohf. („Isavia“) um skipulag og gjaldtöku af hópferðafyrirtækjum á bílastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Samkeppnishömlur í tengslum við framsetningu á drykkjarvörum í hillum smásöluverslana
Með ákvörðun þessari er leidd til lykta rannsókn á ætluðum samkeppnishömlum í tengslum við framsetningu á drykkjarvörum í hillum smásöluverslana. Ákvörðunin er grundvölluð á sáttum Samkeppniseftirlitsins við annars vegar Ölgerðina Egil Skallagríms hf. og hins vegar Coca-Cola European Partners Ísland ehf.
Pennanum gert að taka bækur Uglu í sölu og tryggja málefnaleg viðskipti við bókaútgefendur – Ákvörðun til bráðabirgða
Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun til bráðabirgða í tilefni af þeirri ráðstöfun Pennans ehf. (Penninn) að taka úr sölu bækur Uglu útgáfu ehf. (Ugla) í verslunum sínum. Telur eftirlitið sennilegt að með því að senda til baka m.a. söluhæstu bækur Uglu í maí sl. og í framhaldi synja um viðskipti við útgáfuna hafi Penninn misnotað markaðsráðandi stöðu sína á smásölumarkaði fyrir bækur.
Samkeppniseftirlitið býður nemendur við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands velkomna í starfsþjálfun
Samkeppniseftirlitið hefur nú undirritað samning við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun nemenda hjá stofnuninni. Starfsþjálfunin miðar að því að auka þekkingu og hæfni viðkomandi nema.
Verklag við rannsóknir á samrunamálum - Breytingar eftir samtal við hagaðila
Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu unnið að breytingu á verklagi og verklagsreglum um meðferð samrunamála
Telenor sektað um 112 milljónir evra (um 17 milljarða ISK.)
Eftirlitsstofnun EFTA („ESA“) tilkynnti í dag að það hefur sektað norska fjarskiptafélagið Telenor ASA („Telenor“) um 112 milljónir evra (um 17 milljarða íslenskra króna), vegna brota á samkeppnisreglum EES-samningsins.
Kaup Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas á tilteknum eignum Drafnarfells samþykkt með skilyrðum
Þann 24. apríl sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas hf. (MHC) á tilteknum eignum Drafnarfells ehf.
Samkeppniseftirlitið veitir Festi undanþágu vegna kaupa á verslun Super1 að Hallveigarstíg
Rekstur verslunarinnar tryggður með hagsmuni neytenda að markmiði
Fjölsótt alþjóðleg vefráðstefna um samkeppnismál – samstaða um mikilvægi samkeppnisreglna
Þann 9. júní sl. stóð Samkeppniseftirlitið fyrir alþjóðlegri vefráðstefnu um stefnumörkun á vettvangi samkeppnismála, undir fyrirsögninni „COVID:19: Hætta á aukinni verndarstefnu og veikara eftirliti með samkeppni?“. Tæplega 250 þátttakendur skráðu sig til leiks, frá rúmlega 40 þjóðlöndum. Ráðstefnan var liður í fundarröð Samkeppniseftirlitsins, „Samtal um samkeppni“.
Vegna stjórnarkjörs á aðalfundi Haga hf. 9. júní 2020
Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum um stjórnarkjör á aðalfundi Haga fyrr í dag telur Samkeppniseftirlitið rétt að upplýsa um eftirfarandi:
Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf Kynnisferða ehf. og Airport Direct ehf. á áætlunarleiðinni á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins
Samkeppniseftirlitið heimilaði á föstudag samstarf hópbifreiðafyrirtækjanna Kynnisferða ehf. og Airport Direct ehf. sem miðar að tímabundinni samnýtingu á bifreiðaflota fyrirtækjanna á áætlunarleiðinni á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins.
Samkeppniseftirlitið sektar Símann vegna brota á sáttum
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í dag er komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið.
COVID 19: Hætta á aukinni verndarstefnu og veikara eftirliti með samkeppni?
Samkeppniseftirlitið býður til vefráðstefnu þar sem virtir fræðimenn á vettvangi samkeppnismála beggja vegna Atlantshafsins ræða álitaefni sem skipta miklu í mótun samkeppnis- og efnahagsstefnu á næstunni.
Athugun á yfirráðum í Brimi
Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um athugun Samkeppniseftirlitsins á yfirráðum í Brimi telur eftirlitið rétt, í þágu upplýstrar umræðu, að taka eftirfarandi fram: