Fréttayfirlit (Síða 11)

Fyrirsagnalisti

16.7.2020 : Pennanum gert að taka bækur Uglu í sölu og tryggja málefnaleg viðskipti við bókaútgefendur – Ákvörðun til bráðabirgða

Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun til bráðabirgða í tilefni af þeirri ráðstöfun Pennans ehf. (Penninn) að taka úr sölu bækur Uglu útgáfu ehf. (Ugla) í verslunum sínum. Telur eftirlitið sennilegt að með því að senda til baka m.a. söluhæstu bækur Uglu í maí sl. og í framhaldi synja um viðskipti við útgáfuna hafi Penninn misnotað markaðsráðandi stöðu sína á smásölumarkaði fyrir bækur. 

10.7.2020 : Samkeppniseftirlitið býður nemendur við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands velkomna í starfsþjálfun

Samkeppniseftirlitið hefur nú undirritað samning við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun nemenda hjá stofnuninni. Starfsþjálfunin miðar að því að auka þekkingu og hæfni viðkomandi nema. 

9.7.2020 : Verklag við rannsóknir á samrunamálum - Breytingar eftir samtal við hagaðila

Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu unnið að breytingu á verklagi og verklagsreglum um meðferð samrunamála 

30.6.2020 : Telenor sektað um 112 milljónir evra (um 17 milljarða ISK.)

Eftirlitsstofnun EFTA („ESA“) tilkynnti í dag að það hefur sektað norska fjarskiptafélagið Telenor ASA („Telenor“) um 112 milljónir evra (um 17 milljarða íslenskra króna), vegna brota á samkeppnisreglum EES-samningsins. 

29.6.2020 : Kaup Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas á tilteknum eignum Drafnarfells samþykkt með skilyrðum

Þann 24. apríl sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas hf. (MHC) á tilteknum eignum Drafnarfells ehf. 

15.6.2020 : Samkeppniseftirlitið veitir Festi undanþágu vegna kaupa á verslun Super1 að Hallveigarstíg

 Rekstur verslunarinnar tryggður með hagsmuni neytenda að markmiði

12.6.2020 : Fjölsótt alþjóðleg vefráðstefna um samkeppnismál – samstaða um mikilvægi samkeppnisreglna

Þann 9. júní sl. stóð Samkeppniseftirlitið fyrir alþjóðlegri vefráðstefnu um stefnumörkun á vettvangi samkeppnismála, undir fyrirsögninni „COVID:19: Hætta á aukinni verndarstefnu og veikara eftirliti með samkeppni?“. Tæplega 250 þátttakendur skráðu sig til leiks, frá rúmlega 40 þjóðlöndum. Ráðstefnan var liður í fundarröð Samkeppniseftirlitsins, „Samtal um samkeppni“.

9.6.2020 : Vegna stjórnarkjörs á aðalfundi Haga hf. 9. júní 2020

Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum um stjórnarkjör á aðalfundi Haga fyrr í dag telur Samkeppniseftirlitið rétt að upplýsa um eftirfarandi:

3.6.2020 : Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf Kynnisferða ehf. og Airport Direct ehf. á áætlunarleiðinni á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins

Samkeppniseftirlitið heimilaði á föstudag samstarf hópbifreiðafyrirtækjanna Kynnisferða ehf. og Airport Direct ehf. sem miðar að tímabundinni samnýtingu á bifreiðaflota fyrirtækjanna á áætlunarleiðinni á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins.

28.5.2020 : Samkeppniseftirlitið sektar Símann vegna brota á sáttum

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í dag er komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið.

26.5.2020 : COVID 19: Hætta á aukinni verndarstefnu og veikara eftirliti með samkeppni?

Samkeppniseftirlitið býður til vefráðstefnu þar sem virtir fræðimenn á vettvangi samkeppnismála beggja vegna Atlantshafsins ræða álitaefni sem skipta miklu í mótun samkeppnis- og efnahagsstefnu á næstunni.

8.5.2020 : Athugun á yfirráðum í Brimi

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um athugun Samkeppniseftirlitsins á yfirráðum í Brimi telur eftirlitið rétt, í þágu upplýstrar umræðu, að taka eftirfarandi fram:

29.4.2020 : Eimskip fellir niður mál sitt á hendur Samkeppniseftirlitinu

Héraðsdómur Reykjavíkur tók í dag fyrir mál Eimskips gegn Samkeppniseftirlitinu sem fyrirtækið höfðaði til að koma í veg fyrir rannsókn eftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip. Við fyrirtökuna kom fram að Eimskip hefur nú ákveðið að falla frá málinu.

7.4.2020 : Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna móðurfélags Airport Associates og Suðurflugs ehf.

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna REA ehf., móðurfélags Airport Associates, og Suðurflugs ehf. Airport Associates er flugþjónustuaðili á Keflavíkurflugvelli sem einkum þjónustar farþegaflug. Suðurflug er flugþjónustuaðili sem jafnframt starfar á Keflavíkurflugvelli og sinnir einkum öðru flugi en farþegaflugi, s.s. einkaflugi.

27.3.2020 : Landsréttur staðfestir 480 m.kr. sekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum

Með dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í dag, var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um alvarleg brot Mjólkursamsölunnar (MS) á samkeppnislögum. Með dóminum hafnaði Landsréttur kröfu MS um að sekt vegna brotanna að fjárhæð 480 m. kr. yrði felld niður.

27.3.2020 : Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf smærri lyfjaverslana til þess að bregðast við COVID-19

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samstarf smærri lyfjaverslana til þess að bregðast við COVID-19. Heimildin miðar að því að því að lyfjaverslanir með eina til tvo afgreiðslustaði geti haldið sölustöðum opnum, eða vísað viðskiptavinum til annarra verslana þegar tímabundnar lokanir eru óhjákvæmilegar, án þess að þær sem loka sölustað missi viðskiptasambönd sín til lengri tíma.

26.3.2020 : COVID-19: Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf Skeljungs og ODR sem miðar að því að tryggja aðgang að eldsneyti í öllum byggðarlögum

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað tiltekið samstarf Skeljungs og ODR sem felur í sér að fyrirtækin hafi kost á því að aðstoða hvort annað tímabundið við dreifingu eldsneytis á stöðum þar sem erfiðleikar koma upp vegna fámennis, veikinda eða annarra takmarkana sem stafa af COVID-19.

25.3.2020 : Vegna fréttaflutnings í Markaði Fréttablaðsins

Í Markaði Fréttablaðsins í dag er gerð að umtalsefni skipan Lúðvíks Bergvinssonar lögmanns sem eftirlitsaðila (kunnáttumanns) með framkvæmd sáttar sem N1 hf. (nú Festi hf.) gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa þess á Festi.

25.3.2020 : Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Torgs ehf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Torgs ehf. (Torg) og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. (Frjáls fjölmiðlun).

23.3.2020 : COVID-19: Samkeppnisyfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu

Í dag sendu samkeppnisyfirvöld á EES-svæðinu, ásamt framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), frá sér sameiginlega yfirlýsingu er varðar samkeppniseftirlit og beitingu samkeppnisreglna vegna Covid-19. Samkeppniseftirlitið er aðili að yfirlýsingunni.

Síða 11 af 39