Fréttayfirlit (Síða 10)

Fyrirsagnalisti

28.9.2020 : Sameiginleg yfirlýsing norrænu samkeppniseftirlitanna um stafræna markaði og þróun evrópskrar samkeppnislöggjafar

Norrænu samkeppniseftirlitin hafa í dag birt sameiginlega yfirlýsingu um sýn þeirra á samkeppni, samkeppniseftirlit og þróun regluverks á tímum stafrænna markaða (e. digital markets). 

25.9.2020 : Landsréttur hafnar kröfum Símans vegna samstarfs Sýnar og Nova í Sendafélaginu

Á árinu 2015 heimilaði Samkeppniseftirlitið Vodafone (nú Sýn) og Nova að hafa með sér tiltekið samstarf um rekstur dreifikerfis fyrir farsímaþjónustu, sbr. ákvörðun nr. 14/2015. Síminn vildi ekki una samstarfinu, einkum að því er varðaði samnýtingu tíðniheimilda sem af því leiddi.

1.9.2020 : Umsögn Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndar vegna ríkisaðstoðar við Icelandair

Samkeppniseftirlitið hefur sent fjárlaganefnd umsögn sína vegna frumvarpa er varða fyrirhugaða ríkisaðstoð við Icelandair

26.8.2020 : Samkeppniseftirlitið ógildir samruna Læknisfræðilegrar myndgreiningar ehf. og Íslenskrar myndgreiningar ehf.

Samkeppniseftirlitið hefur í dag ógilt samruna sem áformaður var með kaupum nýstofnaðs félags Myndgreiningar ehf. á Læknisfræðilegri myndgreiningu ehf. og Íslenskri myndgreiningu ehf.

5.8.2020 : Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna kaupa Storytel á 70% hlutafjár Forlagsins

Samkeppniseftirlitinu var þann 20. júlí sl. tilkynnt um fyrirhuguð kaup Storytel AB (hér eftir Storytel) á 70% eignarhlut í Forlaginu ehf.

22.7.2020 : Skipulag og gjaldtaka Isavia ohf. á fjar- og nærstæðum fyrir fólksflutninga við Keflavíkurflugvöll

Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun þar sem tilmælum er beint til Isavia ohf. („Isavia“) um skipulag og gjaldtöku af hópferðafyrirtækjum á bílastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

17.7.2020 : Samkeppnishömlur í tengslum við framsetningu á drykkjarvörum í hillum smásöluverslana

Með ákvörðun þessari er leidd til lykta rannsókn á ætluðum samkeppnishömlum í tengslum við framsetningu á drykkjarvörum í hillum smásöluverslana. Ákvörðunin er grundvölluð á sáttum Samkeppniseftirlitsins við annars vegar Ölgerðina Egil Skallagríms hf. og hins vegar Coca-Cola European Partners Ísland ehf. 

16.7.2020 : Pennanum gert að taka bækur Uglu í sölu og tryggja málefnaleg viðskipti við bókaútgefendur – Ákvörðun til bráðabirgða

Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið ákvörðun til bráðabirgða í tilefni af þeirri ráðstöfun Pennans ehf. (Penninn) að taka úr sölu bækur Uglu útgáfu ehf. (Ugla) í verslunum sínum. Telur eftirlitið sennilegt að með því að senda til baka m.a. söluhæstu bækur Uglu í maí sl. og í framhaldi synja um viðskipti við útgáfuna hafi Penninn misnotað markaðsráðandi stöðu sína á smásölumarkaði fyrir bækur. 

10.7.2020 : Samkeppniseftirlitið býður nemendur við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands velkomna í starfsþjálfun

Samkeppniseftirlitið hefur nú undirritað samning við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um starfsþjálfun nemenda hjá stofnuninni. Starfsþjálfunin miðar að því að auka þekkingu og hæfni viðkomandi nema. 

9.7.2020 : Verklag við rannsóknir á samrunamálum - Breytingar eftir samtal við hagaðila

Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu unnið að breytingu á verklagi og verklagsreglum um meðferð samrunamála 

30.6.2020 : Telenor sektað um 112 milljónir evra (um 17 milljarða ISK.)

Eftirlitsstofnun EFTA („ESA“) tilkynnti í dag að það hefur sektað norska fjarskiptafélagið Telenor ASA („Telenor“) um 112 milljónir evra (um 17 milljarða íslenskra króna), vegna brota á samkeppnisreglum EES-samningsins. 

29.6.2020 : Kaup Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas á tilteknum eignum Drafnarfells samþykkt með skilyrðum

Þann 24. apríl sl. var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas hf. (MHC) á tilteknum eignum Drafnarfells ehf. 

15.6.2020 : Samkeppniseftirlitið veitir Festi undanþágu vegna kaupa á verslun Super1 að Hallveigarstíg

 Rekstur verslunarinnar tryggður með hagsmuni neytenda að markmiði

12.6.2020 : Fjölsótt alþjóðleg vefráðstefna um samkeppnismál – samstaða um mikilvægi samkeppnisreglna

Þann 9. júní sl. stóð Samkeppniseftirlitið fyrir alþjóðlegri vefráðstefnu um stefnumörkun á vettvangi samkeppnismála, undir fyrirsögninni „COVID:19: Hætta á aukinni verndarstefnu og veikara eftirliti með samkeppni?“. Tæplega 250 þátttakendur skráðu sig til leiks, frá rúmlega 40 þjóðlöndum. Ráðstefnan var liður í fundarröð Samkeppniseftirlitsins, „Samtal um samkeppni“.

9.6.2020 : Vegna stjórnarkjörs á aðalfundi Haga hf. 9. júní 2020

Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum um stjórnarkjör á aðalfundi Haga fyrr í dag telur Samkeppniseftirlitið rétt að upplýsa um eftirfarandi:

3.6.2020 : Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf Kynnisferða ehf. og Airport Direct ehf. á áætlunarleiðinni á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins

Samkeppniseftirlitið heimilaði á föstudag samstarf hópbifreiðafyrirtækjanna Kynnisferða ehf. og Airport Direct ehf. sem miðar að tímabundinni samnýtingu á bifreiðaflota fyrirtækjanna á áætlunarleiðinni á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins.

28.5.2020 : Samkeppniseftirlitið sektar Símann vegna brota á sáttum

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í dag er komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið.

26.5.2020 : COVID 19: Hætta á aukinni verndarstefnu og veikara eftirliti með samkeppni?

Samkeppniseftirlitið býður til vefráðstefnu þar sem virtir fræðimenn á vettvangi samkeppnismála beggja vegna Atlantshafsins ræða álitaefni sem skipta miklu í mótun samkeppnis- og efnahagsstefnu á næstunni.

8.5.2020 : Athugun á yfirráðum í Brimi

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um athugun Samkeppniseftirlitsins á yfirráðum í Brimi telur eftirlitið rétt, í þágu upplýstrar umræðu, að taka eftirfarandi fram:

29.4.2020 : Eimskip fellir niður mál sitt á hendur Samkeppniseftirlitinu

Héraðsdómur Reykjavíkur tók í dag fyrir mál Eimskips gegn Samkeppniseftirlitinu sem fyrirtækið höfðaði til að koma í veg fyrir rannsókn eftirlitsins á ætluðu ólögmætu samráði fyrirtækisins við Samskip. Við fyrirtökuna kom fram að Eimskip hefur nú ákveðið að falla frá málinu.

Síða 10 af 38