Fréttasafn
Fréttayfirlit (Síða 13)
Fyrirsagnalisti
Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða um verklag við rannsóknir á samrunum
Samkeppniseftirlitið hefur um þessar mundir til athugunar hvort og þá hvernig gera megi verklag við rannsóknir samrunamála enn skilvirkari. Meðal annars er til skoðunar hvort efni séu til breytinga á reglum um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum, sem eftirlitið setur samkvæmt samkeppnislögum.
Í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun um rannsókn Samkeppniseftirlitsins á flutningamarkaði
Í tilefni af umfjöllun Morgunblaðsins í dag vegna rannsóknar á ætluðu ólögmætu samráði Eimskips (Eimskipafélags Íslands hf. og tengdum félögum) og Samskipa (Samskipa Holding BV, Samskipa hf. og tengdum félögum) skal eftirfarandi tekið fram
Héraðsdómur vísar frá kröfum Eimskips
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur með úrskurði uppkveðnum í dag vísað frá kröfum Eimskips (Eimskipafélags Íslands hf., Eimskips Íslands ehf. og TVG Zimsen ehf.) um að úrskurðað verði að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á ætluðu samráði Eimskips og Samskipa sé ólögmæt og að henni skuli hætt.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir ákvörðun vegna undanþágu Eimskips og Royal Arctic Line um samstarf í sjóflutningum
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur í dag birt úrskurð þar sem kröfu og málsástæðum Samskipa er hafnað. Í úrskurði sínum telur áfrýjunarnefndin að þau viðbótarskilyrði sem tekin voru upp í sátt Samkeppniseftirlitsins við undanþágubeiðendur, voru m.a. sett til að ýta undir samkeppni og tryggja að innkoma Royal Arctic Line á hinn skilgreinda markað hefði jákvæð samkeppnisleg áhrif og yrði til hagsbóta fyrir neytendur.
Samkeppniseftirlitið gefur út skýrslu um markaðinn fyrir fjárhagskerfi
Samkeppniseftirlitið birtir í dag rit nr. 3/2019, Greining á markaði fyrir fjárhagskerfi. Þar eru birtar helstu niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem Samkeppniseftirlitið framkvæmdi á markaðnum.
„Starf samkeppniseftirlita er mikilvægara en nokkru sinni“ – sagði Margrethe Vestager
Haustfundur norrænna samkeppniseftirlita var haldinn í Bergen nú í vikunni. Á fundinum fögnuðu samkeppniseftirlitin 60 ára afmæli norræns samstarfs á þessu sviði.
Samkeppniseftirlitið hefur ekki forsendur til að aðhafast vegna samruna Haga hf. og Reykjavíkur Apóteks ehf
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 29/2019, sem birt er í dag, er gerð grein fyrir rannsókn eftirlitsins á samkeppnislegum áhrifum samruna Haga hf. og Reykjavíkur Apóteks ehf. Í ákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendurtil íhlutunar af hálfu eftirlitsins vegna samrunans. Meginstarfsemi Reykjavíkur Apóteks felst í rekstri samnefndrar lyfjaverslunar í vesturbæ Reykjavíkur.
Tilmæli Samkeppniseftirlitsins vegna samningsmarkmiða Reykjavíkurborgar og viðræðna við olíufélögin – helmingsfækkun bensínstöðva
Samkeppniseftirlitið sendi Reykjavíkurborg bréf hinn 17. júlí sl. með tilmælum vegna samningsmarkmiða borgarinnar um fækkun bensínstöðva í sveitarfélaginu og mögulegra áhrifa aðgerðanna á samkeppni. Hér er vísað til þess að hinn 9. maí 2019 samþykkti borgarráð tillögu borgarstjóra um samningsmarkmið vegna væntanlegra viðræðna borgarinnar við rekstraraðila og lóðarhafa bensínstöðvarlóða í Reykjavík, þess efnis að fækka skuli bensínstöðvum í sveitarfélaginu um helming.
ÁRÉTTING: Apótekum er frjálst að veita afslætti af lyfjum sem falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands
Við nýlega athugun Samkeppniseftirlitsins á lyfjamarkaði (sbr. ákvörðun nr. 28/2018) kom í ljós að tiltekin apótek töldu sér, ranglega, óheimilt að veita afslætti af lyfjum sem falla undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.
Hæstiréttur veitir Samkeppniseftirlitinu áfrýjunarleyfi
Þann 14. júní 2019 staðfesti Landsréttur að Byko hefði framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 mkr. sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hækkað sekt Byko í 400 mkr. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að sekt Byko skyldi vera 325 mkr.
Leiðrétting á efni fréttar Viðskiptablaðsins þann 18. júlí síðastliðin
Í Viðskiptablaðinu þann 18. júlí sl. er fjallað um kvartanir Inter, samtaka aðila sem veita internetþjónusu, í garð Símans.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir ákvörðun vegna samruna Haga hf. og Olíuverzlunar Íslands hf.
Samkaup hf. keppinautur Haga á dagvörumarkaði kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkaup gerðu kröfu um að ákvörðun eftirlitsins yrði felld úr gildi og samruninn ógiltur og varakröfu um að áfrýjunarnefnd myndi ákveða að binda samrunann frekari skilyrðum.
Virkari samkeppni heima leiðir til meiri samkeppnishæfni út á við
Norrænu samkeppniseftirlitin hafa kynnt þá sameiginlegu afstöðu sína að festa í úrlausn samrunamála, í samræmi við núgildandi reglur á Evrópska efnahagssvæðinu, sé besta leiðin til þess að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum og evrópskra fyrirtækja gagnvart alþjóðlegum.
Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mögulega skekkingu á samkeppnisstöðu á vettvangi Íslandspósts
Samkeppniseftirlitinu hafa undanfarið borist fyrirspurnir er varða mögulega skekkingu á samkeppnisstöðu á vettvangi Íslandspósts. Tengjast þær að hluta til nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst. Af þessu tilefni telur Samkeppniseftirlitið rétt að koma eftirfarandi á framfæri.
Vegna kröfugerðar Eimskipafélags Íslands hf. fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, vegna yfirstandandi rannsóknar Samkeppniseftirlitsins
Eimskipafélag Íslands hf. hefur greint frá því opinberlega að félagið hafi krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að rannsókn Samkeppniseftirlitsins á hendur félaginu og samstæðufélögum þess verði hætt.
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Öskju á umboði fyrir Honda bifreiðar á Íslandi
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 20/2019, sem birt er í dag, eru kaup Bílaumboðsins Öskju ehf. á þeim hluta af rekstri Bernhards ehf. er snýr að umboði fyrir Honda bifreiðar á Íslandi samþykkt.
Advania dregur til baka samrunatilkynningu vegna kaupa félagsins á Wise í kjölfar frummats Samkeppniseftirlitsins um skaðleg áhrif samrunans á samkeppni
Samkeppniseftirlitið hefur að undanförnu haft til rannsóknar fyrirhuguð kaup Advania hf. á Wise lausnum ehf. Advania er fyrirtæki sem starfar á breiðu sviði upplýsingatækni og er jafnframt eitt stærsta fyrirtækið á sviði fjárhags-, viðskipta- og bókhaldskerfa á Íslandi. Wise er upplýsingatæknifyrirtæki sem starfar einkum á sviði þróunar, sölu og þjónustu við fjárhagskerfið Microsoft Dynamics NAV.
Alvarleg brot Byko á samkeppnislögum staðfest
Landsréttur hefur í dag staðfest að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði talið 65 mkr. sekt hæfilega en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hækkað sekt Byko í 400 mkr. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að sekt Byko skyldi vera 325 mkr.
Íslenskur almenningur meðvitaður um mikilvægi virkrar samkeppni
Dagana 30. apríl til 3. maí 2019 framkvæmdi MMR könnun, að beiðni Samkeppniseftirlitsins, um viðhorf almennings til samkeppnisstefnu stjórnvalda og samkeppni í tilteknum atvinnugeirum. Könnunin er sambærileg könnun sem framkvæmdastjórn ESB lét framkvæma í öllum aðildarríkjum sínum.
Vegna fréttaumfjöllunar í Fréttablaðinu um söluvirði Lyfju hf.
Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að ríkið, sem seljandi eignarhlutar í Lyfju hafi selt allt hlutafé í Lyfju á meira en milljarði króna lægra verði en Hagar höfðu samþykkt að greiða. Þau viðskipti hafi ekki gengið eftir vegna ógildingar Samkeppniseftirlitsins á kaupunum. Af þessu tilefni er rétt að taka eftirfarandi fram.