Fréttasafn
Fréttayfirlit (Síða 14)
Fyrirsagnalisti
Samkeppniseftirlitið stofnaðili að alþjóðlegum viðmiðum um rannsóknir samkeppnismála
Alþjóðasamtök samkeppniseftirlita (International Competition Network, ICN), sem Samkeppniseftirlitið er aðili að, eru um þessar mundir að kynna ný viðmið/ leiðbeiningar um meðferð rannsókna hjá samkeppnisyfirvöldum (Framework for Competition Agency Procedures). Er útgáfa viðmiðananna til vitnis um vilja samkeppnisyfirvalda í heiminum að tryggja vandaðar rannsóknir og einsleitni í meðferð mála.
Samkeppniseftirlitið ógildir samruna dagvöruverslana á Akureyri og á Reykjanesi
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. Er það mat Samkeppniseftirlitsins að kaupin hefðu raskað verulega samkeppni á þessum tilteknu landssvæðum.
Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf Eimskips og Royal Arctic Line með skilyrðum sem efla eiga samkeppni í flutningum
Samkeppniseftirlitið hefur í dag veitt grænlenska skipafélaginu Royal Arctic Line A/S og Eimskip heimild til samstarfs sem felur í sér samnýtingu á plássi í áætlunarskipum félaganna. Hefur Samkeppniseftirlitið sett samstarfinu skilyrði sem ætlað er að tryggja samkeppni á markaðnum.
Fundur um eftirlitsmenningu á Íslandi - Pistill Páls Gunnars Pálssonar
Í fjölmiðlum í dag er sagt frá könnun sem birt er á vef Viðskiptaráðs Íslands um eftirlitsmenningu á Íslandi. Í morgun tók Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, þátt í opnum fundi þar sem fjallað var um þessi mál.
Nýr óháður kunnáttumaður
Samkeppniseftirlitið vekur athygli á því að skipaður hefur nýr óháður kunnáttumaður sem hefur það hlutverk að hafa eftirlit með því að skilyrðum í sátt Samkeppniseftirlitsins við Vodafone sé fylgt eftir.
Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfu Símans hf.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfu Símans hf. um að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði ógiltur í máli sem varðar einnig Vodafone (Sýn) og Nova.
Tilkynning Samkeppniseftirlitsins vegna stöðvunar á rekstri flugfélagsins WOW air
Samkvæmt tilkynningu á vef Samgöngustofu og vef flugfélagsins WOW air morguninn 28. mars 2019 hefur flugfélagið hætt starfsemi. Í því ljósi vill Samkeppniseftirlitið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri til viðkomandi stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings.
Betra regluverk fyrir atvinnulífið – opinn fundur um samkeppnismat OECD
Þann 21. mars hélt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fund um samstarf stjórnvalda og OECD um samkeppnismat á gildandi regluverki í ferðaþjónustu og byggingastarfsemi.
EES í aldarfjórðung – Frjáls samkeppni
Ræða Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, á fundi Sendinefndar Evrópusambandsins, Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar
Morgunverðarfundur Alþýðusambands Íslands um verðlag á matvöru
Fimmtudaginn 14. mars 2019 stóð Alþýðusamband Íslands fyrir morgunverðarfundi um verðlag matvöru á Íslandi. Nánari upplýsingar um fundinn og streymi frá honum má nálgast hér.
Ógilding á kaupum Lyfja og heilsu á Apóteki MOS staðfest
Í október 2018 ógilti Samkeppniseftirlitið samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. (Apóteki MOS). Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur í dag staðfest þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Kviku banka hf. og Gamma Capital Management hf.
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2019 , sem birt er í dag, er birt niðurstaða mats á samkeppnislegum áhrifum af samruna Kviku banka hf. („Kvika“) og Gamma Capital Management hf. („Gamma“). Matið er framkvæmt á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.
Morgunverðarfundur um samkeppnisumhverfi fjármálakerfisins
Fjármálaeftirlitið stóð fyrir vel sóttum fundi um samkeppnisumhverfi fjármálakerfisins.
Framkvæmdastjórn ESB birtir skýrslu um framkvæmd samkeppnisreglna á lyfjamarkaði
Framkvæmdastjórn ESB hefur gert yfirlitssíðu í tengslum við birtingu skýrslunnar, en þar má finna ýmis áhugaverð atriði.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektar Mastercard um 571 milljón evra fyrir brot gegn samkeppnisreglum.
Með ákvörðun sinni í gær komst framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að þeirri niðurstöðu að kreditkortafyrirtækið Mastercard hafi brotið gegn samkeppnisreglum ESB- og EES-réttar.
Kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf. samþykkt með skilyrðum
Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig skuldbinda aðilar sig til aðgerða til þess að bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til.
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaupendur að framboðnum eignum Haga hf. og Olíuverzlunar Íslands hf. vegna samruna félaganna
Samkeppniseftirlitið heimilaði kaup Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) og fasteignafélaginu DGV hf. á grundvelli sáttar við Haga þann 11. september 2018. Samruninn var háður ítarlegum skilyrðum, sem ætlað var að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum sem af honum leiddu.
Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf.
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir bráðabirgðaákvörðun vegna gjaldtöku Isavia
Þann 17. júlí 2018 tók Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaákvörðun þar sem Isavia ohf. var gert að stöðva tímabundið þá gjaldtöku á ytri rútustæðum (fjarstæðum) við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem tók gildi 1. mars 2018. Til stóð hjá Isavia að hækka umrædd gjöld verulega 1. september sl. en þá átti svokallaður afsláttur á aðlögunartímabili falla niður.
Samkeppniseftirlitið ógildir samruna á markaði fyrir smásölu lyfja
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Lyf og heilsa rekur 30 apótek um landið annars vegar undir heitinu Lyf og heilsa og hins vegar Apótekarinn. Eru Lyf og heilsa einn stærsti lyfjasmásali á landinu. Opna rekur eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótek MOS.