Fréttayfirlit (Síða 14)

Fyrirsagnalisti

23.5.2019 : Samkeppniseftirlitið stofnaðili að alþjóðlegum viðmiðum um rannsóknir samkeppnismála

Alþjóðasamtök samkeppniseftirlita (International Competition Network, ICN), sem Samkeppniseftirlitið er aðili að, eru um þessar mundir að kynna ný viðmið/ leiðbeiningar um meðferð rannsókna hjá samkeppnisyfirvöldum (Framework for Competition Agency Procedures). Er útgáfa viðmiðananna til vitnis um vilja samkeppnisyfirvalda í heiminum að tryggja vandaðar rannsóknir og einsleitni í meðferð mála.

16.5.2019 : Samkeppniseftirlitið ógildir samruna dagvöruverslana á Akureyri og á Reykjanesi

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. Er það mat Samkeppniseftirlitsins að kaupin hefðu raskað verulega samkeppni á þessum tilteknu landssvæðum.

17.4.2019 : Samkeppniseftirlitið heimilar samstarf Eimskips og Royal Arctic Line með skilyrðum sem efla eiga samkeppni í flutningum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag veitt grænlenska skipafélaginu Royal Arctic Line A/S og Eimskip heimild til samstarfs sem felur í sér samnýtingu á plássi í áætlunarskipum félaganna. Hefur Samkeppniseftirlitið sett samstarfinu skilyrði sem ætlað er að tryggja samkeppni á markaðnum.

16.4.2019 : Fundur um eftirlitsmenningu á Íslandi - Pistill Páls Gunnars Pálssonar

Í fjölmiðlum í dag er sagt frá könnun sem birt er á vef Viðskiptaráðs Íslands um eftirlitsmenningu á Íslandi. Í morgun tók Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, þátt í opnum fundi þar sem fjallað var um þessi mál.

10.4.2019 : Nýr óháður kunnáttumaður

Samkeppniseftirlitið vekur athygli á því að skipaður hefur nýr óháður kunnáttumaður sem hefur það hlutverk að hafa eftirlit með því að skilyrðum í sátt Samkeppniseftirlitsins við Vodafone sé fylgt eftir. 

1.4.2019 : Samkeppniseftirlitið sýknað af kröfu Símans hf.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag sýknað Samkeppniseftirlitið af kröfu Símans hf. um að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði ógiltur í máli sem varðar einnig Vodafone (Sýn) og Nova.

28.3.2019 : Tilkynning Samkeppniseftirlitsins vegna stöðvunar á rekstri flugfélagsins WOW air

Samkvæmt tilkynningu á vef Samgöngustofu og vef flugfélagsins WOW air morguninn 28. mars 2019 hefur flugfélagið hætt starfsemi. Í því ljósi vill Samkeppniseftirlitið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri til viðkomandi stjórnvalda, hagsmunaaðila og almennings.

22.3.2019 : Betra regluverk fyrir atvinnulífið – opinn fundur um samkeppnismat OECD

Þann 21. mars hélt Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fund um samstarf stjórnvalda og OECD um samkeppnismat á gildandi regluverki í ferðaþjónustu og byggingastarfsemi.

19.3.2019 : EES í aldarfjórðung – Frjáls samkeppni

Ræða Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, á fundi Sendinefndar Evrópusambandsins, Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar

15.3.2019 : Morgunverðarfundur Alþýðusambands Íslands um verðlag á matvöru

Fimmtudaginn 14. mars 2019 stóð Alþýðusamband Íslands fyrir morgunverðarfundi um verðlag matvöru á Íslandi. Nánari upplýsingar um fundinn og streymi frá honum má nálgast hér.

8.3.2019 : Ógilding á kaupum Lyfja og heilsu á Apóteki MOS staðfest

Í október 2018 ógilti Samkeppniseftirlitið samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. (Apóteki MOS). Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur í dag staðfest þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

6.3.2019 : Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Kviku banka hf. og Gamma Capital Management hf.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 5/2019 , sem birt er í dag, er birt niðurstaða mats á samkeppnislegum áhrifum af samruna Kviku banka hf. („Kvika“) og Gamma Capital Management hf. („Gamma“). Matið er framkvæmt á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.

12.2.2019 : Morgunverðarfundur um samkeppnisumhverfi fjármálakerfisins

Fjármálaeftirlitið stóð fyrir vel sóttum fundi um samkeppnisumhverfi fjármálakerfisins. 

30.1.2019 : Framkvæmdastjórn ESB birtir skýrslu um framkvæmd samkeppnisreglna á lyfjamarkaði

Framkvæmdastjórn ESB hefur gert yfirlitssíðu í tengslum við birtingu skýrslunnar, en þar má finna ýmis áhugaverð atriði.

23.1.2019 : Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektar Mastercard um 571 milljón evra fyrir brot gegn samkeppnisreglum.

Með ákvörðun sinni í gær komst framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að þeirri niðurstöðu að kreditkortafyrirtækið Mastercard hafi brotið gegn samkeppnisreglum ESB- og EES-réttar. 

19.12.2018 : Kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf. samþykkt með skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig skuldbinda aðilar sig til aðgerða til þess að bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til.

19.12.2018 : Samkeppniseftirlitið samþykkir kaupendur að framboðnum eignum Haga hf. og Olíuverzlunar Íslands hf. vegna samruna félaganna

Samkeppniseftirlitið heimilaði kaup Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) og fasteignafélaginu DGV hf. á grundvelli sáttar við Haga þann 11. september 2018. Samruninn var háður ítarlegum skilyrðum, sem ætlað var að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum sem af honum leiddu.

29.11.2018 : Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf.

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu.

24.10.2018 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir bráðabirgðaákvörðun vegna gjaldtöku Isavia

Þann 17. júlí 2018 tók Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaákvörðun þar sem Isavia ohf. var gert að stöðva tímabundið þá gjaldtöku á ytri rútustæðum (fjarstæðum) við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem tók gildi 1. mars 2018. Til stóð hjá Isavia að hækka umrædd gjöld verulega 1. september sl. en þá átti svokallaður afsláttur á aðlögunartímabili falla niður. 

19.10.2018 : Samkeppniseftirlitið ógildir samruna á markaði fyrir smásölu lyfja

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Lyf og heilsa rekur 30 apótek um landið annars vegar undir heitinu Lyf og heilsa og hins vegar Apótekarinn. Eru Lyf og heilsa einn stærsti lyfjasmásali á landinu. Opna rekur eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótek MOS. 

Síða 14 af 39