Fréttayfirlit (Síða 14)

Fyrirsagnalisti

30.1.2019 : Framkvæmdastjórn ESB birtir skýrslu um framkvæmd samkeppnisreglna á lyfjamarkaði

Framkvæmdastjórn ESB hefur gert yfirlitssíðu í tengslum við birtingu skýrslunnar, en þar má finna ýmis áhugaverð atriði.

23.1.2019 : Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektar Mastercard um 571 milljón evra fyrir brot gegn samkeppnisreglum.

Með ákvörðun sinni í gær komst framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að þeirri niðurstöðu að kreditkortafyrirtækið Mastercard hafi brotið gegn samkeppnisreglum ESB- og EES-réttar. 

19.12.2018 : Kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf. samþykkt með skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig skuldbinda aðilar sig til aðgerða til þess að bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til.

19.12.2018 : Samkeppniseftirlitið samþykkir kaupendur að framboðnum eignum Haga hf. og Olíuverzlunar Íslands hf. vegna samruna félaganna

Samkeppniseftirlitið heimilaði kaup Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) og fasteignafélaginu DGV hf. á grundvelli sáttar við Haga þann 11. september 2018. Samruninn var háður ítarlegum skilyrðum, sem ætlað var að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum sem af honum leiddu.

29.11.2018 : Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf.

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Samkaupa hf. á eignum 12 verslana Basko verslana ehf. sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu.

24.10.2018 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir bráðabirgðaákvörðun vegna gjaldtöku Isavia

Þann 17. júlí 2018 tók Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaákvörðun þar sem Isavia ohf. var gert að stöðva tímabundið þá gjaldtöku á ytri rútustæðum (fjarstæðum) við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem tók gildi 1. mars 2018. Til stóð hjá Isavia að hækka umrædd gjöld verulega 1. september sl. en þá átti svokallaður afsláttur á aðlögunartímabili falla niður. 

19.10.2018 : Samkeppniseftirlitið ógildir samruna á markaði fyrir smásölu lyfja

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Lyf og heilsa rekur 30 apótek um landið annars vegar undir heitinu Lyf og heilsa og hins vegar Apótekarinn. Eru Lyf og heilsa einn stærsti lyfjasmásali á landinu. Opna rekur eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótek MOS. 

16.10.2018 : Kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf. Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna framlagðrar tillögu samrunaaðila að skilyrðum vegna samrunans

Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf., en með samrunanum hyggjast samrunaaðilar sameina dreifikerfi sín fyrir dagblöð, tímarit og fjölpóst undir fyrirtækinu Póstmiðstöðinni sem þeir hyggjast reka sem dótturfélag.  

10.10.2018 : Samkeppniseftirlitið veitir Lyfjaauðkenni ehf. undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar beiðni Lyfjaauðkenni ehf. um undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga vegna samstarfs lyfjafyrirtækja um stofnun og starfrækslu félagsins.

19.9.2018 : Vegna fjölmiðlaumfjöllunar í dag um rannsókn Samkeppniseftirlitsins á málefnum tengdum Guðmundi Kristjánssyni

Líkt og tilkynnt var um til kauphallar og birt þar opinberlega í júlí sl., hefur Samkeppniseftirlitið framangreint mál til rannsóknar á grundvelli 17. og 10. gr.samkeppnislaga. Einkum er til skoðunar hvort breytingar hafi orðið á yfirráðum í HBGranda þegar Brim eignaðist verulegan hlut í félaginu í maí sl. Einnig eru til skoðunartengsl fyrirtækja í gegnum eignarhluti og stjórnarsetu Guðmundar sem til staðar voru áþeim tíma eða áður. Rétt er taka skýrt fram að endanleg niðurstaða í framangreindu máli liggur ekki fyrir.

11.9.2018 : Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf., en setur samrunanum skilyrði til þess að vernda samkeppni á dagvöru- og eldsneytismörkuðum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) og fasteignafélaginu DGV hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig skuldbinda Hagar sig til aðgerða til þess að bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til.

30.7.2018 : Samkeppniseftirlitið heimilar samruna N1 og Festi, en setur samrunanum skilyrði til þess að efla og vernda samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum

Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup N1 hf. á Festi hf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Með skilyrðunum skuldbinda samrunaaðilar sig til aðgerða sem miða að því að efla og vernda virka samkeppni á eldsneytis- og dagvörumörkuðum og bregðast við þeirri röskun á samkeppni sem samruninn myndi annars leiða til.

17.7.2018 : Samkeppniseftirlitið stöðvar gjaldtöku Isavia ohf. á bílastæðum fyrir hópferðafyrirtæki sem aka frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Samkeppniseftirlitið hefur í dag tekið bráðabirgðaákvörðun þar sem Isavia ohf. er gert að stöðva tímabundið gjaldtöku á ytri rútustæðum (fjarstæðum) við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gjaldtakan tók gildi þann 1. mars 2018, í framhaldi af útboði og samningum um nýtingu tveggja hópferðafyrirtækja á stæðum við flugstöðvarbygginguna (nærstæði).

13.7.2018 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna kaupa Samkaupa hf. á 14 verslunum Basko ehf.

Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar samkeppnisleg áhrif samruna vegna kaupa Samkaupa hf. á eignum 14 verslana af Basko verslunum ehf. Þar sem um er að ræða samruna á mörkuðum sem varða almenning miklu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja um áhrif samrunans á samkeppni. 

9.7.2018 : Frummat Samkeppniseftirlitsins vegna kvörtunar Símans hf. yfir háttsemi Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) á auglýsingamarkaði vegna HM í knattspyrnu 

Þann 11. júní sl. barst Samkeppniseftirlitinu kvörtun fyrir hönd Símans hf., vegna háttsemi Ríkisútvarpsins ohf. á auglýsingamarkaði í tengslum við Heimsmeistaramótið í knattspyrnu (HM). Jafnframt bárust Samkeppniseftirlitinu óformlegar ábendingar af sama toga frá öðrum keppinautum RÚV.

3.7.2018 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna framboðinna tillagna Haga að skilyrðum vegna samruna félagsins við Olís og DGV

Samkeppniseftirlitið leitar í dag sjónarmiða vegna framboðinna tillagna Haga hf. að skilyrðum vegna kaupa félagsins á Olíuverslun Íslands hf. og DGV ehf. Hagar telja að tillögurnar séu til þess fallnar að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samrunanum.

28.6.2018 : Vegna misskilnings í bakþönkum Fréttablaðsins

Í bakþönkum Fréttablaðsins í dag, undir fyrirsögninni „ekki svo flókið“, kemur fram sá skilningur höfundar að Hagar og Olís hafi þurft að bíða í 14 mánuði upp á von og óvon á meðan Samkeppniseftirlitið geri upp hug sinn um samruna fyrirtækjanna. Þessu sé öðruvísi farið í Bandaríkjunum, en þar í landi hafi samkeppnisyfirvöld samþykkt 1.500 milljarða króna risakaup Amazon á Whole Foods á aðeins tveimur mánuðum. 

27.6.2018 : Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir mikla yfirburði Forlagsins í bókaútgáfu

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur í dag í máli nr. 1/2018 staðfest niðurstöðu ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 47/2017 um að hafna beiðni Forlagsins ehf. um að þau skilyrði sem sett voru vegna samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. yrðu felld úr gildi

26.6.2018 : Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna framboðinna tillagna N1 að skilyrðum vegna samruna þess við Festi

Samkeppniseftirlitið leitar í dag sjónarmiða vegna framboðinna tillagna N1 hf. að skilyrðum vegna kaupa félagsins á Festi hf. Telur N1 að tillögurnar séu til þess fallnar að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samrunanum.

15.6.2018 : Vegna fréttar á forsíðu Fréttablaðsins í dag

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er látið að því liggja að tugir manns hafi misst vinnuna hjá Odda prentsmiðju vegna þess að Samkeppniseftirlitið hafi brugðist seint við beiðni um að fella niður skilyrði sem hvíldu á fyrirtækinu. Samkeppniseftirlitið hafnar þessum skilningi. Vill eftirlitið af þeim sökum koma eftirfarandi upplýsingum um málið á framfæri.

 

Síða 14 af 38