Fréttasafn
Fréttayfirlit (Síða 6)
Fyrirsagnalisti
Hagar bundnir skilyrðum vegna kaupa á hlutafé í Klasa ehf.
Hagar hafa í dag gert sátt við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa félagsins á eignarhlut í fasteignarþróunarfélaginu Klasa ehf. Hin tilkynntu kaup varða kaup Regins og Haga á samtals 60% eignarhlut í fasteignarþróunarfélaginu.
Samkeppniseftirlitið veitir Kviku banka heimild til að kaupa færsluhirðingarsamninga úr fórum sameinaðs félags Rapyd og Valitors gegn skilyrðum
Samkeppniseftirlitið hefur lokið rannsókn sinni á kaupum Kviku banka hf. á færsluhirðingarsamningum úr fórum sameinaðs félags Rapyd Financial Network Ltd. og Valitors hf.
Hvernig getur samkeppni nýst í baráttunni gegn verðbólgu og fyrir auknum kaupmætti?
Í tilefni af fundi aðalhagfræðinga samkeppnisyfirvalda í Evrópu í Hörpu heldur Samkeppniseftirlitið opinn morgunfund um samspil samkeppni, verðbólgu og kaupmáttar mánudaginn 13. júní.
Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Rapyd og Valitors með skilyrðum sem leiða m.a. til þess að Kvika banki haslar sér völl í færsluhirðingu
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Rapyd og Valitors með skilyrðum. Við rekstur málsins brugðust samrunaaðilar við frummati Samkeppniseftirlitsins með því að óska eftir viðræðum um sátt í málinu og leggja til aðgerðir til þess að eyða skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni.
Verðhækkanir og eftirlit með mögulegum samkeppnisbrestum
Á vettvangi Samkeppniseftirlitsins stendur nú yfir upplýsingaöflun sem miðar að því að greina áhrif óhagstæðra ytri aðstæðna á verðhækkanir á lykilmörkuðum.
Samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða sett skilyrði
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða, á grundvelli sáttar sem samrunaaðilar hafa gert við eftirlitið. Með sáttinni skuldbindur sameinað fyrirtæki sig til þess að grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir samkeppnishindranir sem samruninn myndi að öðrum kosti valda.
Samtök fjármálafyrirtækja gera sátt við Samkeppniseftirlitið, viðurkenna brot og greiða sektir
Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er gerð grein fyrir sátt sem eftirlitið hefur gert við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF). Í sáttinni viðurkenna SFF brot gegn samkeppnislögum og fyrirmælum sem hvíla á samtökunum á grundvelli eldri ákvörðunar. Hafa SFF fallist á að greiða 20 milljónir kr. í sekt og grípa til aðgerða sem vinna gegn því að brot endurtaki sig.
Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins 2021 komin út
Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins fyrir 2021 er komin út. Leitast er við að setja upplýsingar fram á einfaldan og gagnsæjan hátt en í skýrslunni er að finna fjölda hlekkja sem gefa lesanda tækifæri til að kafa dýpra í vissa þætti.
Sameiginlegar leiðbeiningar evrópskra samkeppnisyfirvalda vegna áhrifa stríðsaðgerða Rússlands í Úkraínu
Evrópsk samkeppnisyfirvöld hafa birt sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau fordæma hernaðaraðgerðir Rússlands gegn Úkraínu, og lýsa yfir fullum stuðningi við Úkraínu og íbúa þess. Samkeppnisyfirvöld eru jafnframt meðvituð um þau efnahagslegu og félagslegu áhrif sem ástandið kann að hafa bæði fyrir Úkraínu og Evrópska efnahagssvæðið.
Kaup ríkisins á öllu hlutafé í Auðkenni samþykkt með skilyrðum
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup ríkisins á öllum hlutum Auðkenni ehf. á grundvelli skilyrða í sátt sem samrunaaðilar gerðu við Samkeppniseftirlitið. Með sáttinni skuldbinda samrunaaðilar sig til þess að fara að skilyrðum sem miða að því að vinna gegn hugsanlegum skaðlegum áhrifum samrunans á samkeppni.
Verklagsreglur um skipan og störf eftirlitsaðila
Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt á heimasíðu sinni verklagsreglur um skipan og störf eftirlitsaðila, þ.e. óháðra kunnáttumanna eða eftirlitsnefnda, sem skipaðir eru á grundvelli sátta í málum fyrir Samkeppniseftirlitinu.
Samkeppniseftirlitið birtir fræðslumyndband um misnotkun á markaðsráðandi stöðu
Samkeppniseftirlitið birtir í dag annað af þremur fræðslumyndböndum sem ætlað er að varpa ljósi á samkeppnistengd málefni á myndrænan og einfaldan hátt.
Framkvæmdastjórn ESB samþykkir samruna Facebook og Kustomer með skilyrðum – hefur áhrif á Íslandi
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á dögunum yfirtöku Meta, móðurfélags Facebook, á bandaríska fyrirtækinu Kustomer. Íslensk samkeppnisyfirvöld voru hluti af meðferð og rannsókn málsins.
Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum vegna samrunatilkynningar Ardian og Mílu
Samkeppniseftirlitinu hefur borist fullnægjandi tilkynning vegna samruna franska sjóðastýringafélagsins Ardian France SA („Ardian“) og Mílu ehf. („Mílu“). Samkeppniseftirlitið býður öllum hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum að senda inn umsögn um samrunann og möguleg áhrif hans
Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna mögulegra skilyrða sem unnt væri að setja samruna Rapyd og Valitors
Þess er óskað að hagaðilar og aðrir áhugasamir komi á framfæri sjónarmiðum sínum við tillögur samrunaaðila að sáttarskilyrðum um mótaðgerðir eigi síðar en mánudaginn 31. janúar nk.
Samkeppniseftirlitinu hefur borist samrunatilkynning vegna kaupa Ardian á Mílu
Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu ehf., dótturfélagi Símans hf.
Samkeppniseftirlitið beinir tilmælum til stjórnvalda um starfsumhverfi Isavia og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli
Samkeppniseftirlitið hefur birt álit um starfsumhverfi Isavia ohf. og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli. Álitið er byggt á athugunum Samkeppniseftirlitsins á starfsemi Isavia og rekstri Keflavíkurflugvallar á liðnum árum en einnig er horft til nýlegra tillagna OECD um sama efni.
Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins 2020 komin út
Ársskýrsla Samkeppniseftirlitsins fyrir 2020 er komin út. Skýrslunni er ætlað að veita handhægan aðgang að því starfi sem fram fór á árinu en í henni er meðal annars farið yfir tölulegar upplýsingar, rannsóknir og verkefni á árinu, málsvarahlutverk Samkeppniseftirlitsins auk þess sem í henni má finna yfirlit yfir stjórnvaldssektir og margt fleira.
Kæru Samskipa vísað frá áfrýjunarnefnd samkeppnismála
Í kjölfar sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið beindu Samskip kæru til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þar sem fyrirtækið krafðist þess að 3. málsgrein 3. greinar sáttarinnar við Eimskip yrði felld úr gildi. Með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 2. desember 2021 var kæru Samskipa vísað frá nefndinni.
Ný fræðslumyndbönd frá Samkeppniseftirlitinu
Í dag kynnir Samkeppniseftirlitið til leiks fyrsta af þremur fræðslumyndböndum sem ætlað er að varpa ljósi á samkeppnistengd málefni á myndrænan og einfaldan hátt.