Fréttasafn
Fréttayfirlit (Síða 5)
Fyrirsagnalisti
Samkeppniseftirlitið leitar að öflugum lögfræðingi
Samkeppniseftirlitið auglýsir eftir lögfræðingi í fullt starf. Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2022.
Samþjöppun stöðvuð í íslensku laxeldi
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins greindi frá því í gær að rannsókn hennar á samruna norsku fyrirtækjanna Salmar og NTS væri að ljúka með skilyrðum, sem fela í sér að dótturfyrirtækið Arctic Fish verði selt til frá hinu sameinaða fyrirtæki.
Varnaðaráhrif sekta í samkeppnismálum – Óskað eftir sjónarmiðum
Samkeppniseftirlitið hefur hingað til ekki sett almennar reglur um ákvörðun stjórnvaldssekta, líkt og víða þekkist í nágrannalöndum. Nú er til skoðunar að setja slíkar reglur og gefst hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum tækifæri til að koma á framfæri sjónarmiðum sem gætu nýst í þeirri vinnu.
Ekki farið rétt með í frétt Morgunblaðsins um sölu Símans á Mílu
Í umfjöllun Morgunblaðsins um greiðslu til hluthafa Símans við sölu á Mílu er látið að því liggja að lífeyrissjóðir hafi orðið fyrir sex milljarða króna tapi vegna verulegra tafa við sölu á félaginu, sem rekja megi til samrunarannsóknar Samkeppniseftirlitsins. Í þágu upplýstrar umræðu er óhjákvæmilegt að leiðrétta framangreint.
Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Haga hf. og Eldum rétt ehf. án íhlutunar
Samkeppniseftirlitið hefur lokið rannsókn sinni á kaupum Haga hf. á öllu hlutafé í Eldum rétt ehf. og heimilað samrunann án íhlutunar.
Ráðstefna um áhrif samkeppni á hagvöxt og launakjör – upptaka af fundinum
Samkeppniseftirlitið stóð á dögunum fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni „Áhrif samkeppni á hagvöxt og launakjör“. Fundurinn fór fram á Grand Hótel í Reykjavík en aðalfyrirlesari var Fiona Scott Morton, hagfræðiprófessor við Yale-háskóla í Bandaríkjunum.
Úrskurður um brot Símans á sátt við Samkeppniseftirlitið felldur úr gildi í héraði
Með dómi sínum í dag hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 1/2020, þar sem staðfest var sú niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að Síminn hefði brotið gegn sátt sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið þann 15. apríl 2015. Jafnframt er felld út gildi stjórnvaldsekt Símans vegna brotsins, að fjárhæð 200 milljónir króna.
Kortlagning á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja sérstaka athugun sem miðar að því að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja. Sem lið í þessari vinnu hefur matvælaráðuneytið nú gert samning við Samkeppniseftirlitið, sem gerir því kleift að hefja framangreinda athugun.
Nýtt fræðslumyndband um ólögmætt samráð
Samkeppniseftirlitið birtir í dag þriðja myndbandið í röð fræðslumyndbanda sem ætlað er að útskýra samkeppnistengd málefni á myndrænan og einfaldan hátt. Myndbandið sem er frumsýnt í dag fjallar um ólögmætt samráð og mögulegar afleiðingar þess.
Söguleg samrunaákvörðun framkvæmdastjórnarinnar
Á dögunum ógilti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kaup Illumina á Grail. Í apríl á síðasta ári samþykkti framkvæmdastjórnin beiðni Samkeppniseftirlitsins og fimm annarra samkeppnisyfirvalda í Evrópu, um að taka samruna Illumina og Grail til meðferðar.
Kaupum Ardian á Mílu sett skilyrði til þess að vernda samkeppni
Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar samruna sem felst í kaupum Ardian France á Mílu af Símanum. Með sátt við samrunaaðila, sem undirrituð var í dag, hefur Samkeppniseftirlitið fallist á kaup Ardian á Mílu.
Samruni á laxeldismarkaði áfram til rannsóknar – óskað eftir sjónarmiðum
Mál þetta varðar skipulag laxeldismarkaðar á Íslandi til framtíðar. Í því ljósi er þeim sem þess kjósa gefið færi á koma að skriflegum sjónarmiðum sem skipt geta máli við rannsókn málsins.
Er óskað eftir að slík sjónarmið berist eftirlitinu fyrir 16. september næstkomandi.
Samruni Haga og Eldum rétt – Sjónarmiða aflað vegna frummats Samkeppniseftirlitsins og andmæla samrunaaðila
Samkeppniseftirlitið hefur í dag sent helstu hagaðilum bréf, þar sem reifað er frummat Samkeppniseftirlitsins og óskað sjónarmiða um framkomin andmæli samrunaaðila vegna andmælaskjals.
Morgunverðarfundur Samkeppniseftirlitsins - Áhrif samkeppni á hagvöxt og launakjör
Samkeppniseftirlitið heldur opinn morgunfund um áhrif samkeppni á hagvöxt og vinnumarkað miðvikudaginn 31. ágúst.
Á fundinum mun Fiona Scott Morton, hagfræðiprófessor við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, fjalla um hvernig samkeppni getur eflt hagvöxt og bætt launakjör almennings. Er þetta brýnt viðfangsefni í ljósi þeirra efnahagslegu áskorana sem flest ríki glíma við í dag.
Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á störfum Samkeppniseftirlitsins
Í dag var birt skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á Samkeppniseftirlitinu sem ber yfirskriftina „Samkeppniseftirlitið – Samrunaeftirlit og árangur“. Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða um verkefnaáætlun vegna úttektarinnar.
Áframhaldandi sáttarviðræður vegna rannsóknar á kaupum Ardian á Mílu – Fallist á ósk um framlengdan frest
Til þess að skapa ráðrúm fyrir frekari viðræður hefur Ardian í dag óskað eftir því að Samkeppniseftirlitið framlengi frest þess til að rannsaka málið. Eftirlitið hefur fallist á þessa beiðni Ardian.
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á kaupum Ardian á Mílu - Hagaðilum gefinn kostur á að setja fram frekari sjónarmið
Mál þetta varðar skipulag fjarskiptamarkaðarins til næstu áratuga og eru því miklir almannahagsmunir í húfi. Í ljósi þessa er þeim sem þess kjósa gefið færi á koma að skriflegum sjónarmiðum. Vegna þess skamma tíma sem eftir er af rannsókn málsins er þess óskað að sjónarmið berist eftirlitinu ekki síðar en kl. 17:00 á morgun, 10. ágúst.
Markaðspróf vegna tillagna Ardian að breytingum samninga og skilyrðum í tengslum við kaup á Mílu
Þegar samrunaaðilar leggja fram tillögur að breytingum eða skilyrðum í tilefni af frummati samkeppnisyfirvalda er að jafnaði framkvæmt svokallað markaðspróf (e. market test) á viðkomandi tillögum. Í markaðsprófi felst meðal annars að hagaðilum eru kynntar viðkomandi tillögur og óskað sjónarmiða þeirra.
Með vísan til þessa hefur Samkeppniseftirlitið í dag sent helstu hagaðilum bréf, þar sem reifað er frummat Samkeppniseftirlitsins og óskað sjónarmiða um framkomin sjónarmið samningsaðila og tillögur Ardian í tilefni af sáttarviðræðum.
Samkeppniseftirlitið beinir tilmælum til Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss um að jafna stöðu fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við tónlistarhúsið
Samkeppniseftirlitið hefur í dag beint áliti til Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss ohf. Þar eru sett fram tiltekin tilmæli til fyrirtækisins sem ætlað er að jafna stöðu fyrirtækja sem eiga viðskipti við tónlistarhúsið og tónleikahaldara sem bjóða upp á hljóð- og lýsingarbúnað og ýmsa tengda þjónustu.
Morgunfundur Samkeppniseftirlitsins í Hörpu - upptaka af fundinum
Morgunfundur Samkeppniseftirlitsins um samspil samkeppni, verðbólgu og kaupmáttar hefst í Björtuloftum í Hörpu í dag. Tilefni ráðstefnunnar er koma aðalhagfræðinga samkeppniseftirlita í Evrópu hingað til lands en Samkeppniseftirlitið heldur árlegan fund þeirra að þessu sinni.